miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Brottfarardagur 29.08.05

Áður en ég fer þarf ég að:

Pakka öllu og flytja úr fallegu, fallegu íbúðinni minni (hjálp myndarlegra sterkra karlmanna óskast)
Fara með kórnum mínum í Skagafjörðinn
Elda kjúklingana sem eru í ísskápnum mínum
Baka franska súkulaðiköku
Fara á Tapas með vinnunni og leyfa þeim að kveðja mig
Fara á menningarnótt, sjá flugelda og borða kandýfloss með skemtilegu fólki!!!
Halda kveðjuveislu sjálfri mér til heiðurs.
Borða pizzu frá Eldsmiðjunni to see what all the fuss is about!!!
Hætta í vinnunni
Fara í klippingu
Tala við bankann
Segja upp símanum
Knúsa börnin á leikskólanum
Knúsa vini og ættingja
Knúsa kórinn minn
Knúsa köttinn

19 days and counting!!!!

4 ummæli:

Anna sagði...

Sjá Kabarett.
Taka myndir af íbúðinni minni
Organisera öllum myndum, brenna, prenta út og velja hverjar ég tek með mér.
Hlaða tónlist inn á tölvuna.
Redda mér ipod mini.
þvo og strauja.

úfff....

Eygló sagði...

Iss piss..það fór nú enginn út að borða í vinnunni þegar ég hætti..nema allir hafi farið í laumi. Djók :p

Svo þarftu líka að óverdósa af öllu sem er séríslenkst,sérstaklega sælgætinu:) Reyndar skilst mér að það séu nú til einhverjar Íslendingasjoppur í DK enda krökkt af Íslendingum þar:)

Nafnlaus sagði...

ÉG myndi frekar fá mér pizzu frá Pizzaking niðri í bæ.. það er miklu betra en eldsmiðjan!!! ;)

Ásdís sagði...

vei ég hlakka til að fá knús