laugardagur, maí 07, 2005

Sko!

Afhverju er bara hægt að fá einn lit á gúmmíhönskum á Íslandi???
Tildæmis núna langar mig rosalega í rauða gúmmíhanska, í stíl við maríönnu skálarnar og uppþvottaburstann minn. Síðasta sumar langaði mig í ljósbleika í stíl við blómið sem ég var með í eldhúsinu. Er þetta hægt?
Nei!!
Gulir! Gulir gúmmíhanskar er það eina sem hægt er að fá!

Eins og þið sjáið er ég að byrja á eldhúsinu, vopnuð nýjum gulum gúmmíhönskum. Næst á dagskrá er klósettið, not to worry, ég mun nota aðra hanska þar, en þeir eru reyndar gulir líka.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

passaðu þá ekki að ruglast á hönskum! annars er ég hættur að nota hanska - ég tími því ekki.. geri húsverkin bara með berum höndum og þvæ mér svo vel og lengi á eftir

heli

Anna sagði...

Mér finnst vont að vera blaut á höndunum.