fimmtudagur, maí 05, 2005

mbl.is

"BOGMAÐUR 22. nóvember - 21. desember
Skapandi hæfileikar þínir eru áberandi þessa dagana, þú ert líka í stuði fyrir daður og skemmtanir. Þá er ekki úr vegi að stunda partí og blanda geði við aðra."

Ég vissi að ég hefði gert rétt með því að fara út í gærkveldi, sem endaði notlega með því að ég kom ekki heim fyrr en í nótt :)
Þetta var ákaflega skemtilegt en næst þegar ég geri svona, sem verður vonandi sem fyrst, þá ætla ég að passa að borða eitthvað áður en ég fer heim. Ég fór neblega svöng að sofa, vaknaði ennþá svengri en get ekki fengið mér að borða útaf hlussu bíflugu sem hefur sest að í eldhúsinnu mínu, svo ég þori ekki inn. Ég geri fastlega ráð fyrir það þetta gerist aftur, this being summer and all.
Nú þarf ég bara að finna þessa skapandi hæfileika sem þeir eru að tala um, veit ekki hverjir þeir ættu að vera. Og svo kannast ég ekki við að hafa daðrað við nokkurn mann, ekki viljandi a.m.k.

3 ummæli:

Ýrr sagði...

Þetta var stuð. Mér fannst sérstaklega gaman að sjá svipinn á barþjóninum þegar við pöntuðum kakóbollann handa þér... ;)

holyhills sagði...

ætli þínir skapandi hæfileikar séu ekki að baka e-h spennandi og bjóða í kaffi?! :o spyr sá sem ekki veit..

Anna sagði...

Jú, örugglega. Eigum við að segja á morgun uppúr 15?