Á haustdögum áskotnuðust mér tvær undurfagrar, eldrauðar maríönnuskálar, svona sem maður bakar í. Um páskana keypti ég mér ágæta kaffikönnu undir kaffið sem ég keypti í vikunni þar áður Og síðasta sumar eignaðist ég 12 kaffibolla með undirskálum og kökudiska. Það er skemmst frá því að segja þessir ágætu hlutir hafa verið nýttir illa, en nú verður breyting á!
Þetta á sér aðalega 3 ástæður;
nr. 1 Mér skilst að fjölmargir séu búnir í prófum og hafi engan til þess að leika við.
nr. 2 Þó eru enn fleiri sem ekki eru búnir í prófum og hafa þörf fyrir að taka sér pásu öðru hvoru, hvar betra að gera það en í góðra vina hópi (sem lofa að monta sig EKKI of mikið af því að vera búnir í prófum). Einnig þurfa hugsandi heilar þörf á einhverri staðgóðri næringu.
nr. 3 Eftir próflesturinn er íbúðin mín eins og íbúðirnar í "Allt í drasli" og mig vantar ástæðu til að taka til, you see. Ef ég geri þetta ekki svona þá verður það ekki gert.
Málin standa semsagt þannig, á morgun uppúr þrjú, ætla ég að vera búin að taka til. Ef einhver vill koma og sjá afraksturinn (sem er allveg once in a lifetime opportunity) þá á ég kaffi og dót sem ég þarf að koma út.
Ef engin kemur? ja þá á ég hreina íbúð og fer í kringluna, sem er heldur ekki slæmt ;)
let me know!
laugardagur, maí 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
dauðar og dyflissur og davíð.. ég er upptekin á morgun kl. 15 en langar í kaffi
kannski kem ég kl. 14:41 ?!
heli
Komdu bara hvenær sem er ég verð heima allann daginn. :)
Fleiri?
missti af fínni íbúð og góðri köku...allt útaf einhverjum bensínvinnuhringjum sem ég þarf að læra...hnuss!
Ég las þetta sem "brennivíns hringjum" og fannst það ekki góð afsökun. : )
Heyrðu þu verður að endurtaka þetta Anna!! ÉG missti af tækifærinu....
Þetta var sko bjútifúl! Við ættum að leggja sunnudagskaffi í vana okkar. Úje.
Skrifa ummæli