sunnudagur, maí 22, 2005

Heim

Hvað er betra eftir skemmtilega ferð í kring um heilt land, en að liggja uppi í rúmi, nýþveginn og fínn, með tölvuna sína í fanginu og köttinn sér við hlið. Ró og regla yfir öllu, allt á sínum stað.
Því miður tókst óhreinu fötunum ekki að læra á þvottavélina að þessu sinni og þaðan af síður uppvaskinu á uppþvottaburstan, en það er bara allt í lagi í bili. Allavega þangað til á morgun þegar ég á engin föt í vinnuna og aungva skeið í grautinn. Núna nægir mér þögnin, kötturinn, mjúka mjúka, rúmið mitt og draumurinn um soðna ýsu og kartöflur sem ég fæ vonandi á morgun.

Hvað er betra?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En það var samt svo gaman!!!!

Nafnlaus sagði...

fórstu út á land á júróvísjón...
ég afneita þér

louie

Anna sagði...

Við horfðum að sjálfsögðu á júróvisíjón, vorum með leiki og alles.