föstudagur, desember 31, 2004
Bumm bumm bumm
Flugeldar, hvað þarf ég að segja meira?
Það eina sem gæti gert gamlárskvöld skemtilegra er einhver myndi gefa mér pakka. (reyndar vantar mig stjörnuljós fyrir
kvöldið ef einhver er aflögu fær). Og svo fæ ég hamborgahrygg namm.
Enga væmni, engar áhyggjur, engar fortíðarpælingar yfir því hvað árið var mishepnað því nú er það liðið og aldrei það kemur til baka.
Bara sprengjur og brennur og matur (og kannski partí)
Sem sagt: Gleðilegan sprengidag kæru vinir nær og fjær, búmm búmm búmmm.
Það eina sem gæti gert gamlárskvöld skemtilegra er einhver myndi gefa mér pakka. (reyndar vantar mig stjörnuljós fyrir
kvöldið ef einhver er aflögu fær). Og svo fæ ég hamborgahrygg namm.
Enga væmni, engar áhyggjur, engar fortíðarpælingar yfir því hvað árið var mishepnað því nú er það liðið og aldrei það kemur til baka.
Bara sprengjur og brennur og matur (og kannski partí)
Sem sagt: Gleðilegan sprengidag kæru vinir nær og fjær, búmm búmm búmmm.
fimmtudagur, desember 30, 2004
miðvikudagur, desember 29, 2004
Æfingin skapar meistaran sagði einhver. Rétt í þessu var ég að horfa á LITLA stelpu í skelfilegum bleikum kjól spila á píanó í Eurivision Young Musicians 2004. Ég er viss um að hún hefur brotið eithvert náttúrulögmál, verkið sem hún spilaði var geðveikt flókið, hún spilaði það brjálæðislega hratt OG hún hitti á hverja einustu nótu! (ég þarf væntanlega ekki að taka það fram að hún spilaði með báðum höndum sem mér persónulega þykir gífurlegur hæfileiki).
Kannski ég ætti að labba mig niður með Piano for dummies bókina mína, svona rétt til að koma krakkanum af stað.
Kannski ég ætti að labba mig niður með Piano for dummies bókina mína, svona rétt til að koma krakkanum af stað.
þriðjudagur, desember 28, 2004
sunnudagur, desember 26, 2004
Jólin mín
Æ já mikið óskaplega sést það vel á síðustu færslu hvað heilinn á mér er í miklu mauki þessa daganna. Og ekki skánaði það á aðfangadag þegar ég var eins og slefandi hálfviti að deila út pökkum, og þykir mér mesta mildi að allir pakkar komust til réttra eigenda. En jólin voru haldin í ró og spekt, maturinn æði og heimtur góðar. Ég hef ákveðið að skrifa svona lista aftur á næsta ári þar og auglýsa hann betur því ég var mjög ánægð með útkomuna.
Takk fyrir mig.
Í gær gerðist einnig sá merki atburður að ég fór í kirkju, en það hef ég aldrei gert um jólin. Það kom þó ekki til af góðu þar sem meiri hluti kórsins er utanaf landi lenti það á okkur borgar börnunum að borga leiguna. Ég ætla ekki að fara nánar út í það af ótta við að móðga einhvern ( svo nenni ég því heldur ekki) en get sagt að við stóðum okkur vel sem endranær þó ég hafi aldrei verið eins utanvið mig á tónleikum eins og þarna. Vona bara að það hafi ekki verið mjög áberandi.
fimmtudagur, desember 23, 2004
æjæjæj
Ég er búin að vera í fílu í vikunni, fílu sem náði hámarki í gær þegar ég var næstum stungin af úr vinnunni í eftirmiðdaginn, urraði á samstarfsfólk mitt og öskraði á börnin. Þetta varð svo slæmt að yfirmaðurinn minn mútaði mér með fríi fyrir hádegi í morgun og eins miklu súkulaði og ég gat í mig látið. Hún fékk neblega soldið sjokk af því hún hefur aldrei séð mig svona áður.
Eftir vinnu fór ég svo á kóræfingu og pirraðist út í alla í kringum mig, sérstaklega jólalögin þar á eftir drattaðist ég seint og um síðir í kór partí, sem ég gafst upp á eftir tvo tíma og fór heim. Á leiðinni út hitti ég Kalla kórfélaga sem hafði sérstaklega orð á því að ég væri eithvað svo döpur, þá var ég nærri því búin að kasta mér grenjandi um hálsin á honum. En, þar sem ég kann mig hraðaði ég mér út í leigubíl og grét þar, nei, nei þetta var nú ekki svo slæmt. Ég var samt nærri farin að grenja þegar ég datt í hálkuni í morgun alein í myrkrinu og tognaði í lærinu.
Ég er semsagt draghölt svo í staðin fyrir að fara og syngja með kórnum mínum á Laugarveginum, fór ég heim að pakka inn jólagjöfum. Það var samt ekki svo slæmt því ég hef eiginlega ekki getað slakað á heima allan mánuðinn sem er sjálfsagt ástæðan fyrir fílunni. En ég saknaði krakkanna og mig vantar svo einn dag í viðbót fyrir Þorláksmessu.
En ég hef lært af reynslunni, ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í kring um jólin.
Eftir vinnu fór ég svo á kóræfingu og pirraðist út í alla í kringum mig, sérstaklega jólalögin þar á eftir drattaðist ég seint og um síðir í kór partí, sem ég gafst upp á eftir tvo tíma og fór heim. Á leiðinni út hitti ég Kalla kórfélaga sem hafði sérstaklega orð á því að ég væri eithvað svo döpur, þá var ég nærri því búin að kasta mér grenjandi um hálsin á honum. En, þar sem ég kann mig hraðaði ég mér út í leigubíl og grét þar, nei, nei þetta var nú ekki svo slæmt. Ég var samt nærri farin að grenja þegar ég datt í hálkuni í morgun alein í myrkrinu og tognaði í lærinu.
Ég er semsagt draghölt svo í staðin fyrir að fara og syngja með kórnum mínum á Laugarveginum, fór ég heim að pakka inn jólagjöfum. Það var samt ekki svo slæmt því ég hef eiginlega ekki getað slakað á heima allan mánuðinn sem er sjálfsagt ástæðan fyrir fílunni. En ég saknaði krakkanna og mig vantar svo einn dag í viðbót fyrir Þorláksmessu.
En ég hef lært af reynslunni, ég ætla aldrei, aldrei, aldrei aftur að vinna í kring um jólin.
miðvikudagur, desember 22, 2004
laugardagur, desember 18, 2004
miðvikudagur, desember 15, 2004
9 dagar til jóla (nett frekju og bjartsýniskast)
Ég er búin að taka út dót sem er ekki séns að ég fái ( skildi þó eftir smá sem eru littlar líkur á að ég fái bara til gamans) og vakti frekar athygli á jólagjafa vænni hlutum.
The new and improved
List
Hversdags boli
Peysur, flottar
Skó, 38 þrep
Svarta kápu
Lök, Húsgagnahöllin
Flotta eyrnalokka sem lafa
Tvenna kodda úr Ikea
Djamm boli
Svartan frakka
Lampa undir súð, Debenhams
Gullfisk í kúlu
Spariföt
Myndavél, digital
Húfu, svarta
Flotta boli
Ullarsokka
Kaffikanna af skólavörðustígnum
Svarta flíspeysu 66*
Buxur og dót úr GAP fyrir svona 100 þús. kall
Vettlinga, bunch
Almennilega vigt í eldhúsið,gammeldags
Rusl í svefnherbergi
Brúna lobapeysu
Verkfærakassa
Dansk/ísl. Orðabók
Ísl/danska orðabók
Rúmteppi (hvítt) IKEA
Nýja vekjaraklukku
Bækur,bækur,bækur
Svarta skó úr hagkaup
Svart pils
Svarta cardigan
Spari veski, sem glitrar
Hjól
Píanistinn
Nýdönsk og sinfó CD
( Sérðu hvernig árhif þú hefur á mig Louísa)
The new and improved
List
Hversdags boli
Peysur, flottar
Skó, 38 þrep
Svarta kápu
Lök, Húsgagnahöllin
Flotta eyrnalokka sem lafa
Tvenna kodda úr Ikea
Djamm boli
Svartan frakka
Lampa undir súð, Debenhams
Gullfisk í kúlu
Spariföt
Myndavél, digital
Húfu, svarta
Flotta boli
Ullarsokka
Kaffikanna af skólavörðustígnum
Svarta flíspeysu 66*
Buxur og dót úr GAP fyrir svona 100 þús. kall
Vettlinga, bunch
Almennilega vigt í eldhúsið,gammeldags
Rusl í svefnherbergi
Brúna lobapeysu
Verkfærakassa
Dansk/ísl. Orðabók
Ísl/danska orðabók
Rúmteppi (hvítt) IKEA
Nýja vekjaraklukku
Bækur,bækur,bækur
Svarta skó úr hagkaup
Svart pils
Svarta cardigan
Spari veski, sem glitrar
Hjól
Píanistinn
Nýdönsk og sinfó CD
( Sérðu hvernig árhif þú hefur á mig Louísa)
þriðjudagur, desember 14, 2004
Afmæli: status report
Fínn afmælisdagur
Afmælis kveðjur: 12 v.g
Afmælis kveðjur sem ég bjóst ekki við: 4 (personal best)
Afmælis máltíð:1
Afmælis kaka:1
Afmælis gjafir: 2
Jólakort: 1
Húsabruni í miðbænum:1
Klippingar: 1
Skór keyptir: 0 :(
Brotnar ömmur: 1*
Tannlausar ömmur: 1*
Tíndur köttur: 1*
Fundin köttur:1*
Lessons learned:
Taka kalk,
bursta tennurnar og fara reglulega til tannlæknis,
eldur og timburhús fara ekki saman,
gjafir eru ÆÐI,
afmæliskveðjur ennþá betri,
alltaf, alltaf, alltaf leita fyrst inni í skáp
* sami kötturinn, tvær ólíkar ömmur
Afmælis kveðjur: 12 v.g
Afmælis kveðjur sem ég bjóst ekki við: 4 (personal best)
Afmælis máltíð:1
Afmælis kaka:1
Afmælis gjafir: 2
Jólakort: 1
Húsabruni í miðbænum:1
Klippingar: 1
Skór keyptir: 0 :(
Brotnar ömmur: 1*
Tannlausar ömmur: 1*
Tíndur köttur: 1*
Fundin köttur:1*
Lessons learned:
Taka kalk,
bursta tennurnar og fara reglulega til tannlæknis,
eldur og timburhús fara ekki saman,
gjafir eru ÆÐI,
afmæliskveðjur ennþá betri,
alltaf, alltaf, alltaf leita fyrst inni í skáp
* sami kötturinn, tvær ólíkar ömmur
mánudagur, desember 13, 2004
mánudagur, desember 06, 2004
Bara VIKA i afmæli!!!!
Mitt sko, og í tilefni að því, I give you...
*drumrol*
THE LIST:
Hversdags boli
Peysur, flottar
Skó, 38 þrep
Svarta kápu
Uppþvottavél
Lök, Húsgagnahöllin
Flotta eyrnalokka sem lafa
Tvenna kodda úr Ikea
Djamm boli
Svartan frakka
Allskonar sokkabuxur
Lampa undir súð, Debenhams
Gullfisk í kúlu
Spariföt
Myndavél, digital
Húfu, svarta
Flotta boli
Bókahillu fyrir svefnherbergi
Ullarsokka
Kaffikanna af skólavörðustígnum
Svarta flíspeysu 66*
Buxur og dót úr GAP fyrir svona 100 þús. kall
Vettlinga, bunch
Almennilega vigt í eldhúsið, gammeldags
Rusl í svefnherbergi
Brúna lobapeysu
Verkfærakassa
Dansk/ísl. Orðabók
Ísl/danska orðabók
Rúmteppi (hvítt) IKEA
Nýja vekjaraklukku
Bækur,bækur,bækur
Svarta skó úr hagkaup
Svart pils
Svarta cardigan
Hálsmen
Spari veski, sem glitrar
Hjól
Píanistinn
Nýdönsk og sinfó DVD eða CD
Pils
Bækur, bækur, bækur
En svona realistically, þá væri líka bara gaman ef einhver myndi eftir því :)
*drumrol*
THE LIST:
Hversdags boli
Peysur, flottar
Skó, 38 þrep
Svarta kápu
Uppþvottavél
Lök, Húsgagnahöllin
Flotta eyrnalokka sem lafa
Tvenna kodda úr Ikea
Djamm boli
Svartan frakka
Allskonar sokkabuxur
Lampa undir súð, Debenhams
Gullfisk í kúlu
Spariföt
Myndavél, digital
Húfu, svarta
Flotta boli
Bókahillu fyrir svefnherbergi
Ullarsokka
Kaffikanna af skólavörðustígnum
Svarta flíspeysu 66*
Buxur og dót úr GAP fyrir svona 100 þús. kall
Vettlinga, bunch
Almennilega vigt í eldhúsið, gammeldags
Rusl í svefnherbergi
Brúna lobapeysu
Verkfærakassa
Dansk/ísl. Orðabók
Ísl/danska orðabók
Rúmteppi (hvítt) IKEA
Nýja vekjaraklukku
Bækur,bækur,bækur
Svarta skó úr hagkaup
Svart pils
Svarta cardigan
Hálsmen
Spari veski, sem glitrar
Hjól
Píanistinn
Nýdönsk og sinfó DVD eða CD
Pils
Bækur, bækur, bækur
En svona realistically, þá væri líka bara gaman ef einhver myndi eftir því :)
laugardagur, desember 04, 2004
Koktelboð
Háskólakórnum var boðið að syngja í jólaboði Rektors, ég fór að sjálfsögðu með litlu fyllibyttunum mínum og söng og þáði veitingar. Ég er samt ekki viss um að okkur verði boðið aftur á næsta ári.
fimmtudagur, desember 02, 2004
Desember
Er tími kertaljósa, baksturs, prófa, partía, Laugarvegarins, jólaljósa, afmælis, bóka, jóla og gjafa, já gjafa. Nú vill svo til að ég á afmæli í desember, nánar tiltekið þann 13. Þetta hefur haft í för með sér gífurlegt gjafaflóð í desember eins lengi og ég man eftir mér. Reyndar hefur það minnkað þó nokkuð síðustu ár og þykir mér það ákaflega leiðinlegt því ég hef ákaflega gaman af því að fá pakka sérstaklega fallega pakka.
Frekja? kannski, en mér finnst líka gaman að gefa pakka og pakka þeim inn svo ég vil meina að þetta vegi upp á móti hvort öðru.
Það er samt erfit að gefa vel hepnaðar gjafir, mér tekst það ákaflega sjaldan en þegar það tekst er það miklu skemtilegra. Þess vegna hef ég ákveðið að setja hér inn lista yfir allt sem mig langar í (í heiminum). Ég ætlast að sjálfsögðu ekki til þess að mér verði gefið allt á þessum lista, það gæti orðið soldið erfitt þar sem hann er laaangur, en hann er frekar hugsaður til þess að gefa hugmynd um það sem mig vantar og langar í og hvernig ég er.
Frekja? kannski, en það er miklu skemtilegra að eyða peningunum sínum í eithvað sem virkilega kemur að gagni og þar sem ég hef hef síðustu á ár haft yfir umsjón með jólagjafainnkaupum tveggja heimila veit ég að það er oft hund erfitt að láta sér detta eithvað skemtilegt í hug, sem getur gert innkaupin ákaflega stressandi. Þess vegna er ákaflega sniðugt að vera bara með lista yfir það sem viðkomandi langar í og þá getur maður frekar einbeit sér að því sem virkilega skiptir máli í jóla innkaupunum þ.e.a.s. jólaljós, heitt kakó og vöflur með rjóma.
Sjáiði, ég er að gera þetta allt fyrir ykkur elskurnar og ykkur er að sjálfsögðu frjálst að létta mér lífið í desember og henda inn óskalistunum ykkar hér fyrir ofan.
Annars var ég að hugsa um að gera alla að heimsforeldrum og þá geta allir gefið og þegið á sama tíma, sem er að sjálfsögðu hinn sanni andi jólanna.
Frekja? kannski, en mér finnst líka gaman að gefa pakka og pakka þeim inn svo ég vil meina að þetta vegi upp á móti hvort öðru.
Það er samt erfit að gefa vel hepnaðar gjafir, mér tekst það ákaflega sjaldan en þegar það tekst er það miklu skemtilegra. Þess vegna hef ég ákveðið að setja hér inn lista yfir allt sem mig langar í (í heiminum). Ég ætlast að sjálfsögðu ekki til þess að mér verði gefið allt á þessum lista, það gæti orðið soldið erfitt þar sem hann er laaangur, en hann er frekar hugsaður til þess að gefa hugmynd um það sem mig vantar og langar í og hvernig ég er.
Frekja? kannski, en það er miklu skemtilegra að eyða peningunum sínum í eithvað sem virkilega kemur að gagni og þar sem ég hef hef síðustu á ár haft yfir umsjón með jólagjafainnkaupum tveggja heimila veit ég að það er oft hund erfitt að láta sér detta eithvað skemtilegt í hug, sem getur gert innkaupin ákaflega stressandi. Þess vegna er ákaflega sniðugt að vera bara með lista yfir það sem viðkomandi langar í og þá getur maður frekar einbeit sér að því sem virkilega skiptir máli í jóla innkaupunum þ.e.a.s. jólaljós, heitt kakó og vöflur með rjóma.
Sjáiði, ég er að gera þetta allt fyrir ykkur elskurnar og ykkur er að sjálfsögðu frjálst að létta mér lífið í desember og henda inn óskalistunum ykkar hér fyrir ofan.
Annars var ég að hugsa um að gera alla að heimsforeldrum og þá geta allir gefið og þegið á sama tíma, sem er að sjálfsögðu hinn sanni andi jólanna.
miðvikudagur, desember 01, 2004
1. des
Eins og góðum háskólaborgara sæmir hélt ég upp á fullveldisdaginn með því að vera í fríi. Eftir að hafa sofið út fór ég á þjóðminjasafnið og fór svo og söng fyrir núverandi og fyrrverandi forseta og borgarstjóra, afskaplega þjóðrækin.
Bíddu gera þetta ekki allir ?
Nei ?
En svona í alvöru, eftir allt þetta fór ég bara heim að sofa.
Bíddu gera þetta ekki allir ?
Nei ?
En svona í alvöru, eftir allt þetta fór ég bara heim að sofa.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)