sunnudagur, nóvember 02, 2008

Um helgina varð ég ég sjálf aftur, ný ég sjálf reyndar með soldið stærri maga en núna líður mér pínulítið eins og ég hafi fengið fæturna aftur.
Á föstudaginn hjálpaði ég við að elda kvöldmatinn, borða hann og hafa ánægju af honum. Ég tók líka til þá um kvöldið og fór í sturtu og fór ekki ónýt í rúmið kl 9 eins og oftast, heldur klukkan 11 hrein, södd og sæl. Í gærkvöldi fór ég í matarboð, borðaði aftur allann matinn minn og kom ekki heim fyrr en kl 2 um nótt!!! og í morgun þá fór ég sjálf út í búð og keypti það sem mig langaði í í morgunmat á meðan Hákonninn minn gat sofið út og þurfti ekki að þjóna mér.

Nú er bara að vona er þetta ekki enn eitt platið og allt fari í sama farið á morgun, því þá skal ég hætta að væla.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afbragð,

xfsj

Nafnlaus sagði...

Já frábært! Verði þér að góðu og til hamingju með það ;)
Maður fær þá kannski að sjá þig eitthvað :)

Nafnlaus sagði...

Bumbustrumpur!!!!

Kveðja
Gunnur.

Nafnlaus sagði...

Fara ekki að koma myndir???
kv
Gunnur