sunnudagur, desember 14, 2008

Stúfur kemur til byggða

Í nótt vaknaði ég rúmlega fimm og gat ekki sofnað aftur. Stuttu seinna vaknaði stelpan með tilheyrandi brölti og næst tók ég eftir því að Hákon var vaknaður líka. Næsta klukkutíman lágum við svo bara saman þarna í myrkrinu (eða við lágum, hún brölti áfram).
Rúmlega sex barst okkur svo sms um að Nýji Birgisson sem hafði ætlað að deila með mér afmælisdegi hefði fæðst rétt fyrir fimm. Hann var svo tillitsamur að vera ekkert að nota minn afmælisdag en bjó sér til sinn eigin. Eftir að hafa fengið smsið sofnuðum við aftur (og hún líka).

Nú er bara að sjá hvort Stúfur verði jafn gjöfull við Nýja og Giljagaur hefur verið við mig.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jæja anna mín, er farið að sjá á þér?
langt síðan ég hef séð þig, sé þig vonandi á aðfangadag eins og alltaf í pakkaleiðangri:)