mánudagur, nóvember 19, 2007

búhúhú (mjög mikið ekki fyrir viðkvæma)

Ég er lasin.

Mest ógeðslega lasin sem hægt er að vera því ég er með gubbupest. Þetta er alltaf jafn mikið áfall fyrir mig því gubba ekki nema einu sinni á fimm ára fresti, en það er reyndar bara þrjóskunni að þakka.
Þess vegna verð ég alltaf gífurlega hissa þear ég ræð ekki við neitt og ligg allt í einu stinnjandi á baðherbergisgólfinu og er lengi að jafna mig bæði andlega og líkamlega á eftir. Aumingja Hákon skildi ekkert í þessu enda ekki vanur því að sjá svona rosaleg viðbrögð við smá magakveisu. Hann er náttúrulega alvanur þeim sjálfur því hann fær alltaf í magann ef hann fær kvef og þó hann gubbi sodlið hátt þá er hann ekki þurftafrekur á meðan á þeim stendur. Þarf bara smá hrísgrjón og rúm til að liggja í og verður voða glaður ef ég nenni að strjúka á honum bakið.
Ég aftur á móti emja og væli, heimta grænan frostpinna og goslaust vatn
(vatnið úr krananum er ógeðslegt og við eigum bara sótavatn sem ég er búin að vera að hræra gosið úr í allann dag og það tekur ósköp langann tíma). Þar að auki finnst mér allveg ómögulegt að hér sé engin mamma eða pabbi til að redda mér kóki og videó. Hákon er neblega í skólanum að vinna með einhverjum strákum sem eru ekki veikir, eitthvað sem undir venjulegum kringumstæðum væri bara hið besta mál en mér finnst ákúrat núna vera algjör óþarfi.

Update: Á meðan þetta var skrifað breyttist gubbupestin í hita og beinverki. Aumingja Hákon.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Aumingja þú, mér finnst þú verða að fá amk einn grænan frostpinna.

Kv.FSJ

Anna sagði...

ég fékk tvo:)

Nafnlaus sagði...

Þá vorkenni ég þér ekki

Pabbi

Harpa Hrund sagði...

guð hvað ég skil þig - heimurinn ferst í hvert sinn sem ég veikist