föstudagur, maí 12, 2006

Hvítt...

er málið í Kaupmannahöfn þessa dagana. Síðan fór að sjást til sólar hafa allar gínur verið klæddar í skjannahvít föt og í HM er heill veggur tileinkaður hvítum fylgihlutum. Inspíreruð af umhverfi mínu fór ég því í gær og keypti mér skjannahvítann sumarkól, í hverjum ég fór og hitti fólkið mitt í bröns í hádeginu.
Kjóllinn er æðislegur, en mér fannst samt soldið eins og að ég hefði farið út á náttkjólnum eða að ég hefði stungið af úr brúðkaupinu mínu eða eitthvað. (Samt ekki því ég hefði aldrei farið að gifta mig í sjúskuðum grænum sumarskóm, það segir sig náttúrulega sjálft). Samt ein pæling, hvað er manneskja sem er fræg fyrir að setja bletti í fötin sín eiginlega að kaupa sér hvít föt?

Hvort mæliði með biotex eða vanish á ísbletti?

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Biotex, ekki spruning, Fita og prótein.

Anna sagði...

en olia af sólþurkuðum tómötum?

Nafnlaus sagði...

Ef er rauður litur þá notr maður vanis líka

Nafnlaus sagði...

Biotex það virkar alltaf betur en Vanis! Það er að minnsta kosti mín reynsla!

Mundu svo bara að vera ekkert að fara í kjólinn ef þú ert að fara borða!!!