Imagine if you will.
Frímínútur í anatómíu og Anna situr á aftasta bekk og maular rúgbrauð með kjúling og spjallar við Rannveigu, bekkjarfélaga and fellow countrywoman, undir klið danskra bekkjarsystra.
Kennarinn ( Viggó, yndislegur yfirlæknir í háls nef og eyrnalækningum af gamla skólanum) talar í símann. Viggó þessi er giftur íslenskri konu sem er ástæðan fyrir því að við sitjum svona aftarlega, hann skilur íslensku.
Eftir smá stund verður Anna vör við að Viggó hefur staðið á fætur, enn í símanum, og virðist stefna í áttina til hennar.
Viggó: Hvordan siger man "bleksprøjte" på islansk
Anna: Hvad?
Viggó: Bleksprøjte
Anna: Ha! bleksprauta?
Viggó reynir að endurtaka orðið í símann en gefst fljótlega upp.
Viggó: Kan du ikke lige sige det til min søn?
Réttir Önnu síman.
Anna: Uuu
Anna: (tekur við símanum) Halló?
Sonurinn: Halló, hvernig segirðu þetta?
Anna: uu Bleksprauta?
Sonurinn: Segir maður bleksprauta?
(í bakgrunninum heyrist önnur karlmannsrödd segja mumble mumble smokkfiskur mumble mumble)
Anna (kveikir á perunni): hérna... hvað ertu annars að tala um?
Sonurinn: æi svona squid
Anna: jaaá, já já það er smokkfiskur.
Sonurinn: í alvöru?
Anna: já
Sonurinn: heyrðu ok, takk fyrir það.
Anna: Ekkert mál.
Sonurinn:ok bæ
Anna: Bless
Anna Skilar símanum og feðgarnir kveðjast.
Anna: uuu hvem var det?
Viggo: Det var min søn, han læser i Bankok. Hvad var det han ville vide?
Anna: Bare hvordan man siger bleksprøjte på islansk.
Íslendingar í útlöndum. Við finnum alltaf hvert annað, meira að segja þegar við erum í sitthvorri heimsálfunni.
mánudagur, október 31, 2005
sunnudagur, október 30, 2005
Vetrartimi
Á dögum eins og í dag er það þess virði að búa í útlöndum, því eins og mér var tilkynnt með smsi frá íslandi, uppúr klukkan tvö í nótt (eða var það eitt) var klukkunni seinkað um eina klukkustund í nótt. Því gátu evrópubúar með góðri samvisku sofið klukkutíma lengur í morgun, eða eins og ég gerði sofið til ellefu, vaknað og sofið svo aftur til ellefu. Gasalega þægilegt.
Síðan ég vaknaði hef ég semsagt verið að stilla klukkurnar mínar og í hvert sinn fæ ég svona róandi tilfinningu í magann og brosi með sjálfri mér. Ég er líka að uppgvötva hvað það er mikið af klukkum í kringum mann, 6 bara á þessum 20 fermetrum sem ég bý á. Reyndar virðist úrið mitt vera myglað saman þannig að ég get ekki breytt því (án gríns, gæti m.a.s þurft að kaupa mér nýtt við tækifæri, æ æ).
Það eina sem ég skil samt ekki í þessu öllusaman er, afhverju er ekki klukkunni breytt aðfaranótt mánudags, þegar maður virkilega þarf á þessum auka klukkutíma að halda?!
Síðan ég vaknaði hef ég semsagt verið að stilla klukkurnar mínar og í hvert sinn fæ ég svona róandi tilfinningu í magann og brosi með sjálfri mér. Ég er líka að uppgvötva hvað það er mikið af klukkum í kringum mann, 6 bara á þessum 20 fermetrum sem ég bý á. Reyndar virðist úrið mitt vera myglað saman þannig að ég get ekki breytt því (án gríns, gæti m.a.s þurft að kaupa mér nýtt við tækifæri, æ æ).
Það eina sem ég skil samt ekki í þessu öllusaman er, afhverju er ekki klukkunni breytt aðfaranótt mánudags, þegar maður virkilega þarf á þessum auka klukkutíma að halda?!
fimmtudagur, október 27, 2005
Cherios í hádegin'og Cherios á kvöldin...
Ég er hætt að elda! Það er sóun bæði á tíma mínum og peningum að vera eithvað að koma nálægt mat í öðrum tilgangi en að borða hann.
Í fyrradag eldaði ég spagetti bolognese úr pakka, rétt sem Kristín eldaði handa okkur um daginn og var mjög góður hjá henni. Hjá mér bragðaðist þetta ...ja ekki eins vel. Það getur varið að það sé "eldhúsinu" að kenna, eða hrá efninu því ég hef ekki búið hérna nógu lengi til þess að hafa komið mér upp backup kryddum og dóti sem venjulega redda þessum aðstæðum fyrir horn. Svo á ég ekki heldur tómatsósu sem getur oft bjargað því sem bjargað verður, oft ekki alltaf.
Svo er málið líka að matur skemmist hjá mér og ég er komin með leið á því að henda peningum í ruslið.
So thats it. Cherios, mandarínur og gulrótarbrauð í kvöldmatinn.
I can't wait for christmas.
Í fyrradag eldaði ég spagetti bolognese úr pakka, rétt sem Kristín eldaði handa okkur um daginn og var mjög góður hjá henni. Hjá mér bragðaðist þetta ...ja ekki eins vel. Það getur varið að það sé "eldhúsinu" að kenna, eða hrá efninu því ég hef ekki búið hérna nógu lengi til þess að hafa komið mér upp backup kryddum og dóti sem venjulega redda þessum aðstæðum fyrir horn. Svo á ég ekki heldur tómatsósu sem getur oft bjargað því sem bjargað verður, oft ekki alltaf.
Svo er málið líka að matur skemmist hjá mér og ég er komin með leið á því að henda peningum í ruslið.
So thats it. Cherios, mandarínur og gulrótarbrauð í kvöldmatinn.
I can't wait for christmas.
þriðjudagur, október 25, 2005
So bored
Jæja jæja, mér sýnist á þeim upplýsingum sem ég hef verið að fá síðustu tvo daga að það hafi verið ekkert svo óskynsamlegt að halda sig í rúminu sínu alla helgina. Ekki það að það hafi ekki verið gaman hjá þeim, þessum elskum en afleiðingarnar virðast ekki hafa verið eins skemtilegar.
Það var semt ekkert gaman hjá mér heldur eins og þessi mynd gefur til kynna.
Og þessi
og þessi líka.
Og tólf aðrar álíka skemtilegar.
Á næsta ári kem ég heim í haustfríinu.
Það var semt ekkert gaman hjá mér heldur eins og þessi mynd gefur til kynna.
Og þessi
og þessi líka.
Og tólf aðrar álíka skemtilegar.
Á næsta ári kem ég heim í haustfríinu.
sunnudagur, október 23, 2005
"Rólegt í miðborg Reykjavíkur í nótt"
...mbl.is
Og ég sem hélt að kórinn minn hefði verið á djamminu.
Og ég sem hélt að kórinn minn hefði verið á djamminu.
föstudagur, október 21, 2005
Heimska heimska Danmörk!
Mamma mín á afmæli í dag, kötturinn minn er búinn að vera veikur og mig langar að knúsa hann, og svo eru fyrirpartý og blásýrutónleikar sem mig dreplangar á og ég sakna vina minna. Ég vil ekki vera hérna lengur og mig langar heim...og koma svo aftur á mánudaginn.
(Svona til að sýna hvað mér er alvara, þá er ég BÚIN að fara og athuga með flug í eftirmiðdaginn en það er svo dýrt að ég hef ekki efni á því.)
(Svona til að sýna hvað mér er alvara, þá er ég BÚIN að fara og athuga með flug í eftirmiðdaginn en það er svo dýrt að ég hef ekki efni á því.)
fimmtudagur, október 20, 2005
miðvikudagur, október 19, 2005
Aftur og nýbúin
Dótið mitt kemur á eftir. Það verður skilið eftir á gangstéttinni fyrir utan húsið mitt í eftirmiðdaginn og ég fæ að bera það upp (með smá hjálp reyndar). Ég get ekki sagt að mig hlakki sérstaklega til en reyni þó reglulega að minna sjálfa mig á að í kvöld verð ég komin bæði með straujárn og sjónvarp svo ég hef eithvað að dunda mér við á kvöldin í vetur svo það er þess virði.
sunnudagur, október 16, 2005
Matur á veitingastöðum...
er yfirleitt góður...á meðan þú veist ekki hvernig hann hefur verið búinn til.
Þessvegna á maður aldrei að sitja fyrir framan eldhúsið!
Þessvegna á maður aldrei að sitja fyrir framan eldhúsið!
fimmtudagur, október 13, 2005
mánudagur, október 10, 2005
Litlir kassar...
Ég held að ég sé næstum því allveg tilfinningarlaus í kroppnum. Ég get bara hreyft hægri hendina.
Ég og litli Ikea gaurinn vorum að enda við að bera 40.000 krónur af dótti hingað upp til mín. Ikea dót er þungt.
Ég var að sjálfsögðu búin að snúa upp á handlegginn á Kristínu að koma og hjálpa (ekki fast notlega annars hefði ég ekki getað notað hana), og Siggi var á standby. En málið er að af gefinni reynslu vissi ég að þegar Ikea menn segja milli sex og níu, þá meina þeir hálf tíu. Hvernig átti mér þá að detta í hug að litli ikea gaurinn minn yrði mættur fyrir utan hjá mér á slaginu 18:00???
Þegar allt var komið upp og litli maðurinn var farinn var ég eins og tómatur í framan, með hárið út um allt og svo rennandi blaut af svita að ég leit út eins og ég hefði lent í rigninu. Að sjáfsögðu hittist það svo þannig á að allt fólkið í húsinu, sem ég hef hvorki séð tangur né tetur af hingað til, þurfti endilega að eiga leið hjá rétt í þann mund sem ég var að pufast þetta.
Nice.
Ég held að ég verði að fara að fá mér allvöru mann, ég get ekki staðið í þessari vitleysu lengur.
Ég og litli Ikea gaurinn vorum að enda við að bera 40.000 krónur af dótti hingað upp til mín. Ikea dót er þungt.
Ég var að sjálfsögðu búin að snúa upp á handlegginn á Kristínu að koma og hjálpa (ekki fast notlega annars hefði ég ekki getað notað hana), og Siggi var á standby. En málið er að af gefinni reynslu vissi ég að þegar Ikea menn segja milli sex og níu, þá meina þeir hálf tíu. Hvernig átti mér þá að detta í hug að litli ikea gaurinn minn yrði mættur fyrir utan hjá mér á slaginu 18:00???
Þegar allt var komið upp og litli maðurinn var farinn var ég eins og tómatur í framan, með hárið út um allt og svo rennandi blaut af svita að ég leit út eins og ég hefði lent í rigninu. Að sjáfsögðu hittist það svo þannig á að allt fólkið í húsinu, sem ég hef hvorki séð tangur né tetur af hingað til, þurfti endilega að eiga leið hjá rétt í þann mund sem ég var að pufast þetta.
Nice.
Ég held að ég verði að fara að fá mér allvöru mann, ég get ekki staðið í þessari vitleysu lengur.
sunnudagur, október 09, 2005
Ég er með harðsperrur í lærunum.
Það er semsagt ekki lyfta.
Í rauninni er sjálft klifrið ekki svo slæmt, það venst. Verra er það þegar maður vill taka eithvað með sér eins og tildæmis matvörur eða látum okkur sjá...fataskáp! Hér er enginn fataskápur og bætist það því við listann yfir allt sem þarf að kaupa til heimilisins. Hér er allt bert eins og sést á myndunum, bert og hvítt. Og engin ljós. Danskurinn trúir ekki á loftljós.
Af rælni keypti ég bleika hjartaseríu í Søstrene Grene um daginn og er hér því allt baðað ljósbleikri birtu. Ég verð þó að viðurkenna að það gefur fötunum mínum, sem liggja krumpuð og leið um allt gólf, ákveðin sjarma.
já já, þetta er ágætt.
Í rauninni er sjálft klifrið ekki svo slæmt, það venst. Verra er það þegar maður vill taka eithvað með sér eins og tildæmis matvörur eða látum okkur sjá...fataskáp! Hér er enginn fataskápur og bætist það því við listann yfir allt sem þarf að kaupa til heimilisins. Hér er allt bert eins og sést á myndunum, bert og hvítt. Og engin ljós. Danskurinn trúir ekki á loftljós.
Af rælni keypti ég bleika hjartaseríu í Søstrene Grene um daginn og er hér því allt baðað ljósbleikri birtu. Ég verð þó að viðurkenna að það gefur fötunum mínum, sem liggja krumpuð og leið um allt gólf, ákveðin sjarma.
já já, þetta er ágætt.
föstudagur, október 07, 2005
Loksins!
Eftir u.þ.b klukkutíma mun ég pakka saman tölvunni, hleypa loftinu úr vindsænginni og flytja með allt mitt hafurtask yfir síkið í nýja fína herbergið mitt.
Í nótt mun ég sofa alein í fyrsta skipti í mánuð.
Á morgun bý ég aftur í tómri íbúð með appelsínugulu plasthnífapörunum.
Ég hlakka dáldið til að byrja aftur upp á nýtt. Og ég kvíði fyrir að íbúðin verði pínulítil og ömurleg og að ég komist ekki á netið og að nágrannarnir verði leiðinlegir og háværir.
En hvað sem því líður mun ég hér eftir búa á:
Rantzausgade 40
2200 København N
Danmörku
Svona ef þið skilduð vilja senda mér bréf (eða skó)
Í nótt mun ég sofa alein í fyrsta skipti í mánuð.
Á morgun bý ég aftur í tómri íbúð með appelsínugulu plasthnífapörunum.
Ég hlakka dáldið til að byrja aftur upp á nýtt. Og ég kvíði fyrir að íbúðin verði pínulítil og ömurleg og að ég komist ekki á netið og að nágrannarnir verði leiðinlegir og háværir.
En hvað sem því líður mun ég hér eftir búa á:
Rantzausgade 40
2200 København N
Danmörku
Svona ef þið skilduð vilja senda mér bréf (eða skó)
miðvikudagur, október 05, 2005
mánudagur, október 03, 2005
Attention visitors!
Á næstu dögum hyggst ég skipta um teljaradót á síðunni minni, afþví bara.
Vil ég því biðja ykkur elskurnar mínar að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma núverandi teljara yfir 2000 hitta markið, afþví bara.
Takk fyrir.
Vil ég því biðja ykkur elskurnar mínar að gera allt sem í ykkar valdi stendur að koma núverandi teljara yfir 2000 hitta markið, afþví bara.
Takk fyrir.
Jibbí
Í nótt dreymdi mig að það væri lyfta í húsinu sem ég er að fara að flyja í. Þetta gladdi mig ósegjanlega þar sem ég ku vera að fara að flytja á FIMMTU HÆÐ!. Ég var ekki eins glöð þegar ég vaknaði og fattaði að draumurinn var draumur og á sem líkur ekkert skilt við raunveruleikann (eins og stjörnuspár, ég veit Siggi).
Ég geri semsagt ekki ráð fyrir því að þarna verði lyfta til að flytja mig og dóttið mitt upp í rjáfur en mun fljótlega komast að því...ég flyt um helgina!
Ég geri semsagt ekki ráð fyrir því að þarna verði lyfta til að flytja mig og dóttið mitt upp í rjáfur en mun fljótlega komast að því...ég flyt um helgina!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)