sunnudagur, júní 19, 2005

Ladies!

Ég er að æfa mig í því að vera dama. Það gengur neblega ekki að vera á dömuhjóli með körfu, sem heitir líka Lady, og vera sjálfur eins og fuglahræða. Þess vegna haf ég gert viðeigandi ráðstafanir til þess að vera dömuleg dags daglega; ég er byrjuð að maka mig út í hinum ýmsustu kremum, set á mig ilmvatn áður en ég fer út úr húsi og er búin að kaupa eithvað svona dót til þass að lakka neglurnar með til þess að þær verði sterkari og þoli leikskólavinnu og þar að auki litað naglalakk til þess að sorgarrendurnar (sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að leika sér í sandkassanum) sjáist ekki.
Starting tomorrow ætla ég að hafa hárbursta maskara og gloss í vinnunni og samhliða því ætla ég að reyna að vera meðvitaðri um að halda fötunum mínum hreinum.
Þessi prósess allur virðist reyndar vera dulitið dýrari en ég gerði ráð fyrir. Þessu komst ég að áðan þegar ég stóð og beið í Lyfju og prófaði brúnkukrem, gloss, púður og ilmvötn. Þess vegna er ég að reyna að halda lista yfir allt sem mig vantar og vantar ekki og ætla mér að kaupa þessháttar dömulegar vörur í London.

Var ég búin að segja ykkur að ég væri að fara til London? Nei? ÉG ER AÐ FARA TIL LONDON 13-20 JÚLI!!! *

Ég hyggst snúa til baka ný manneskja, sæt og fín og dömuleg sem aldrei fyrr, sem er að sjálfsögðu mitt og okkar kvennanna hæsta og jafnvel eina takmark í lífinu.

Gleðilegan 19. júní.


*( Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að dvöl mín í ríki bretadrottningar mun eiga sér stað um það leiti sem nýjasta Harry Potter bókin kemur út. Þeir sem vilja spara sér nokkrar krónur með því að láta mig kaupa bókina í heimalandi höfundar fyrir sig geta lagt inn panntanir hér að neðan)

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Panta 1 stk. takk fyrir :=)
kv.
Birna

Nafnlaus sagði...

Ó já já ég vil Potter :D

Nafnlaus sagði...

ég skal vera þolinmóð og bíða...en ef tollurinn er óráðstafaður (puppy eyes)

louie

Nafnlaus sagði...

Ég þakka gott boð en bíð þar til hún kemur á hinu ylhýra!

Anna sagði...

Pössunardrengurinn fær eina flösku að launum en restin...

Ýrr sagði...

Svona í anda tilrauna þinna til að vera dömuleg, þá finnst mér að þú eigir líka að kaupa eina svona sjálfshjálparbók líka.

"How to be a Lady in 10 days"
"How to be a Lady for dummies".

Eða eitthvað svoleiðis. Vííí.

Anna sagði...

þÚ SEGIR NOKKUÐ

Bidda sagði...

Jamm, það er erfitt að vera dama.
Enda ekki nema fyrir lengra komna. Ég er hinsvegar alltaf að æfa mig.