Ég rakst á aldeilis skemtilegan link á vedur.is á meðan ég var að horfa á forsætisráðherra sem heitir "Er alltaf rigning á 17. júní". Þar kemur fram að á síðustu 23. árum (my lifetime) hefur rignt nákvæmlega 5 sinnum á 17. júní. Ég er reyndar ekki allveg sammála þessu því þegar ég fæ mér canyfloss ( sem gerist á hverju ári, nema í fyrra því þá var ég veik) þá fer undantekningarlaust að rigna.
Ég læt þetta þó ekki á mig fá og stefni ótrauð niðrí bæ á eftir til þess að fá mér Bæjarins og candíflos, og labba mig eins og einn hring í kring um tjörnina. Ef það fer að rigna þá vitiði hverjum það er að kenna.
föstudagur, júní 17, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli