laugardagur, júní 11, 2005

All mine...


Dömuhjól með körfu
Originally uploaded by mér.

Orð geta ekki líst gleðinni sem fylgir því að líða um götur bæjarinns á þessum fagra fák, himneskt.Svo var það líka á svo góðu verði og það fylgdi hjálmur með og allt. Ég er hrikalega ósexí með hjálminn en það væri ég líka hauslaus, so there. Ég fattaði neblega að ég er ekki allveg með hjólatakatana á hreinu lengur, sérstaklega er fótbremsan að vefjast fyrir mér.
En ég gerði líka fleiri góð kaup, ég keypti vindsæng í RL búðinni (alas bara einbreiða), bol í Söru, peysu í Hagkaup og vinnuvettlinga og blómaskóflu í Húsasmiðjunni.Ó já þetta sumar verður tekið með stæl, næst á dagskrá er að kaupa sumarjakka og ný sólgleraugu sem hylja þreytt, ómáluð augu og draga athyglina frá ógreiddu hárinu.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég er búin að fara mörgum sinnum í allar búðir bæjarins og finn engan sumarjakka.... Láttu mig vita ef þú finnur eitthvað!

Anna sagði...

Will do

Nafnlaus sagði...

Til lukku með fákinn fagra :D