föstudagur, júlí 01, 2005

Back in the land of the living

Já eftir að hafa setið og horft á módemið mitt í rúma viku er netið mitt er komið í lag!
Það er búið að liggja niðri síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og ég hef bara verið hálf manneskja án þess. Reyndar hef ég líka komið ýmsu í verk in the meantime. Ég er búin að setja upp tvær hillur og einn snaga, spasla og slípa þrjár hurðir og langt komin með að lakka þær. Á sama tíma er ég buin að missa af miklu sem farið hefur fram online og gat þar af leiðandi ekki gert sem ég annars ætlaði að gera, auk þess að vera peningalaus vegna þess að ég komst ekki inn í einkabankann minn.
En allt bendir nú til betri tíma, og þó að ég treysti því ekki að þetta vari við ( þ.e ég býst við því að allt hrynji á hverri stundu) ætla ég að njóta þess á meðan ég get, ég hef saknað ykkar.

Engin ummæli: