sunnudagur, apríl 30, 2006

Helgin

Þau undur og stórmerki gerðust nú á dögunum að ég fór að heiman frá mér á föstudagskvöldið berfætt í silfur glimmerskóm, og kom ekki heim til mín aftur fyrr en seint um nótt. Á þessum tíma náði ég að fara í matarboð og míní stelpupartý, labba niður strikið og fara á karíókí bar og læra nokkra danska slagara.
Ég var búin að gleyma hvað svona er skemmtilegt, enda hefi ég ekki komið svona seint heim síðan í desamber. Mér tókst meira að segja að taka nokkrar myndir og allt.

Síðan er ég bara búin að liggja í leti og kíkja í bók öðru hvoru.

............................

Í öðrum fréttum:

Ég er að setja nýjar myndir á myndasíðuna.

og

Ég er formlega búin að taka alla sumarskóna í notkun!!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman gaman :)

Nafnlaus sagði...

Já þú varðst meira lengur en ég!