miðvikudagur, mars 01, 2006

By popular demand...eða svoleiðis.

Mikið óskaplega fer það í taugarnar á mér hvað tíminn þarf alltaf að líða þegar ég er að gera eitthvað skemmtilegt, eins og honum gengur illa að lurast áfram þess á milli.
Þessa síðustu viku hefur verið keyptur inn meiri matur heldur en ég hef náð að kaupa síðan ég flutti hingað inn, eldað að meðaltali einu sinni á dag (aftur er það örugglega oftar en ég hef nokkurtímann gert) og í ísskápnum mínum er nú annað og meira en ein sódavatnsflaska og smjör! Í alla staði mjög indællt.

Af Kaupmannahöfn er það helst að frétta að hér keppast búðir við að sannfæra viðskiptavini sína um að það sé vor í lofti, og þangað til í fyrradag gat ég alveg verið sammála, í gær fór aftur á móti að snjóa. Það er sem sagt skít kalt í Köben. Svo kalt in fact að eftir að hafa hjólað vettlingalaus í 10 mín, fann ég ekki fyrir höndunum á mér og gat varla opnað útidyrnar sjálf.

Og svo var enginn til að hlýja mér á höndunum þegar ég loksins komst inn.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Enginn Njáll eða svoleiðis

Anna sagði...

Nei ekkert svoleidis.

Nafnlaus sagði...

Skil barasta ekkert í þessum kulda......

... en skil ekki heldur hvað þú ert a ðgera hljólandi vetlingalaus!!

Anna sagði...

Þau mistök verða ekki endurtekin!