...er yfirskriftin á nýjum kúrs sem ég er í. Hann fjallar um hvernig mismunandi fatlanir hafa árhif á samskipti fólks og er hann kenndur af jólasveininum. Í síðustu viku prófuðum við að vera blind og heyrnarlaus í tvo tíma og þessa vikuna erum við á táknmálsnámskeiði frá níu til þrjú. Ég á aftur á móti við mína eigin samskiptafötlun að stríða, og ég er ekki að tala um að að vera útlendingur í útlöndum (sem flokkast til samskiptarfatlana), nei ég er að tala um tæknileg samskipti mín við umheiminn.
Eg er með skype sem deyr reglulega í miðjum samtölum, msn sem frýs reglulega, aftur í miðjum samtölum ef svo ber undir, síma sem neitar að hringja til Íslands nema þegar hann er í stuði og tekur ekki við sms-um frá ákveðnu fólki, og svo á ég webkameru sem kostaði milljón og eina sem ég fæ ekki til að virka (ég get reyndar séð sjálfa mig en enginn annar getur séð mig sem er tilgangurinn með þessu öllu saman).
Andskotans!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
svona getur tæknin farið með mann!!!
ég mæli með gamaldags sendibréfi... þau eru sko eðal skemmtileg.... ég dírka að fá bréf með póstinum.. og maður getur verið svo innilegur....
já, hvað er huggulegra en Ástarbréf?
Hvaða vesen er á webcamerunni? Ég notaði svoleiðis búnað þegar ég var í Noregi í fyrra, án nokkurra vandræða...
Rándýra mkka kameran virðist bara virka með síns eigins forriti sem sem er svo ekki samskiptahæft við nein önnur forrit s.s skype. :(
hmmm já, sýnist það á öllu að iSight virki bara með iChat - það sökkar. Fyrir utan að msn fyrir mac býður ekki upp á webcamtengingu.. finnum lausn á þessu
jahá... svona er tækninn í dag... keyftirðu ekki bara köttinn í sekknum með að kaupa webcam... (kannski er ég eitthvað skrítinn en er eitthvað vit í svona appararti ?? koma ekki myndirnar bjagaðr og á vitlausum hraða).. ég mæli bara með að senda nokkrar ljósmyndir með sendibréfinu...
Æi veistu, þegar ekkert betra býðst þá er höktandi mynd á tölvuskjá það besta í heimi.
Skrifa ummæli