föstudagur, desember 23, 2005

Ísland, best í heimi!

Mikið rosalega þurfti ég á þessu að halda. Ég er nú þegar búin að uppfylla stórann hluta af óskalistunum ( bæði matar og hinsegin) og knúsa alla sem ég hitti og á morgun fer ég í vinnuna til að gá hvort að börnin vilja knúsa mig. Sjáiði til sjö knús á dag í þrjá og hálfann mánuð gera 770 knús sem ég hef ekki fengið, svo ég ætla að nota jólafríið til að bæta mér þau upp og til að hamstra fyrir næsta ár.
Þess vegna ætla ég ekki að vera að eyða tímanum hér næstu vikuna en ef ykkur leiðist þá megiði skrifa ykkur á þennann lista:

1. eitthvað handahófskennt um þig
2. hvaða lag minnir mig á þig
3. hvaða kvikmynd/sjónvarpsþáttur minnir mig á þig
4. hvaða bragð minnir mig á þig
5. eitthvað sem hefur bara þýðingu fyrir mig og þig
6. fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. á hvaða dýr minnir þú mig

you know the drill...

(persónulega þá finnst mér fyrsta minningin skemmtilegasti hlutinn, svo það getur verið að ég svari bara því)

14 ummæli:

Ýrr sagði...

Hey, bannað að sleppa öllum hinum liðunum! Endilega segðu eitthvað um mig... ;)

Nafnlaus sagði...

mig nottla

heli

Nafnlaus sagði...

ÉG takk!

Ásdís sagði...

ég vil ég vil.......

Nafnlaus sagði...

ætli ég vilji ekki vera líka með, ég sætti mig við minninguna eina saman, enda verður hún að vera mögnuð, við erum nú búnar að þekkjast á nýju ári í níu ár. en hitt má líka fljóta með ef þú finnur þig knúna til að segja að ég bragðist eins og kandífloss

Nafnlaus sagði...

og mig nottla :)

Ásdís sagði...

ég hef ekkert annað að gera í jólafríinu en að bíða eftir að þú svarir ;) nei segi svona

Anna sagði...

Jæja jæja,

Ýrr:
1. Þú hefur gaman af skóm, eins og ég.
2."ó að ég væri orðin Ýrr..."
3.Desperate Housewifes.
4.Bjór bragð auðvitað.
5.What you said.
6.Æfingabúðir í Skálholti 2002, í grettukepninni sem þú vannst.
7.uuu kýr, afþví það rímar næstum við Ýrr

heli:
1.Þú er stundum með skegg, sem er gott.
2."Svangir bræður sitja hér" (þetta á líka við um Sigga), og líka þarna " Heilaaagur, heilaagur, heilagur er ...osv." Veit ekki afhverju en ég fæ það yfirleitt á heilann þegar ég heyri nafnið Helgi.
3.Hrafninn flýgur.
4.umm mandarínur...nei sætar kartöflur...nei,súkkulaði kaka...eða, æi allavega allveg rosalega margt.
5.Skattur!
6.Bara á fyrstu æfingunni þinn held ég, því þú varst sá eini sem sast.
7.Þvottabjörn, því þú vaskar alltaf upp jafn óðum!

Hilla:
1.Þú kynntir mig fyrir Geirfuglunum, og fyrir það verð ég þér ævinlega þakklát.
2.Sísí
3.The sound of Music, því mér finnst svo magnað að þú hafir getað lifað í 24 ár án þess að sjá hana!
4.Eitthvað vín í voðalega fínu glasi.
5.Björn Jörundur, reyndar búið að berast soldið út en það skilur hann enginn eins vel og við.
6.Skálholt 2002, þegar ég talaði fyrst við þig.
7.Fugl, því þú ferðast svo mikið.

Geri restina á morgun...

Anna sagði...

Ásdís:
1.Þú hefur lært hebresku
2.Viktor, og allt með Leonce
3.Leiðarljós því þú horfðir alltaf á það með ömmu þinni eins og ég.
4.Skata
5.Tjöld eru góð;)
6.Þegar þú komst í inntökuprófið í kórinn, ein af fáum sem ég man eftir.
7.Lamb, því þú ert með krullur.

Loui-Chan
1.Þú varst einusinni snoðuð
2.Þarna, round'em up lagið úr blues brothers.
3.Harry Potter nr 3, því við fórum saman á hana.
4.Súkkulaðikaka með rjóma og jarðaberjum.
5."Anna veistu ég gæti aldrei búið með þér"
6.Dönskutími á fyrstu önn í MH, þá varstu einmitt snoðuð.
7."A moma bear#

og Fríða mín:
1.Ég er búin að þekkja þig lengst af öllum vinum mínum.
2.Öll æfingarlög á selló
3.Karlakórinn Hekla
4.RiceCrispieskökubragð
5.BrjósTsykur
6.Innkeyrslan heima hjá þér daginn sem þið fluttuð inn, þú varst 3gja og ég var 4ra, eða eitthvað svoleiðis
7.Öll háfætt dýr

Ásdís sagði...

Nei anna mín nú ertu eitthvað að ruglast.... ég hef aldei horft á leiðarljós... en ég horfði aftur á móti á 70 mínotur með ömmu... en takk samt fyrir pistilinn

Harpa Hrund sagði...

ég líka

Anna sagði...

jám Harpa mín:

1.Þú safnar tebollum
2."Harpa Skarpa viltu varpa..."
3."How to be a prince"
4.Bjórbragð
5.Fatahengið í Iðnó
6.Æfingabúðir í Skálholti 2002 (vá rosalega tók ég eftir mörgum þar)þú varst svo þunn á sunnudeginum að það þurfti að halda þér uppi (en þú vildir kannski ekkert vita þetta?)
7.Þú ert svona dúlluhundur á silkipúðaþ

Nafnlaus sagði...

me too, me too....

Snjósa

Anna sagði...

Snjósa:
1. Þú fékkst þér fugl!!!
2.
3.Pride and Prejudice
4.Epli
5.Sorgleg augu
6."Viltu vera vinkona mín" fyrstu frímínúturnar í sex ára bekk
7.fuglinn þinn bara