Hver haldiði að hafi mætti í opinbera heimsókn á Demantinn í dag annar en prins Jóakim og fylgdarlið. Hann kom til þess að vera viðstaddur opnun á sýningu um Napoleon og Danmörku og það sem þeim fór á milli fyrir löngu, löngu síðan. Leiðir okkar lágu saman þrisvar, fyrst þegar hann var að koma og ég sat á kaffihúsinu að borða köku (þá labbaði hann framhjá mér) svo þegar ég var að tala í símann og stóð á brúnni yfir kokteilboðinu (þá gekk hann undir mig) og svo urðum við samferða út, þegar við vorum að fara heim ( nema ég fékk ekki að fara út um sömu dyr og hann, þessar með rauða dreglinum, ég þurfti að fara út um hinar).
I think this could be the begining of a beutiful friendship.
.......................
Svo hitti ég líka gamlann mann á Damantinum, svona alvöru, með flóka hatt og í ullarfrakka, eins og mér þykir svo vænt um. Þegar hann komst að því að við værum frá Íslandi þurfti hann alveg óskaplega mikið að fá að vita "om den kæmpe store kirke i Reykjavik nogensinde blev færdig" því það gekk svo illa að byggja hana þegar hann var á Íslandi árið 1967.
Ég fullvissaði hann um að hún væri löngu tilbúin, þó hann hafi átt erfitt með að trúa mér, því hann spurði aftur hvort við værum ekki öruglega að tala um sömu kirkjuna..."i Reykjavik?".
Ég vissi samt ekki hvert hann ætlaði að fara þegar ég þurfti að segja honum að við værum ENN ekki komin með járnbrautakerfi.
Mér fannst einhvernvegin merkilegra að hitta þennan mann heldur en prinsinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Já það vær ekki amalegt að hafa tengsli inn í fjölskyldu þjóðhöfðingja.
Hann hefur samt ekkert látið heyra í sér síðan.
omg omg ógó heppin - tókstu myndir?
Nei ég var ekki með myndavél við hendina, en ég get sagt þér að prinsinn var í dökkbláum jakkafötum og með ljósbleikt bindi.
Hann er svo smekklegur hann Jóakim! Sagðiru honum ekki að ég bæði að heilsa?
Skrifa ummæli