sunnudagur, desember 04, 2005

Húrra fyrir þeim sem skreytti jólatré í garðinum mínum, og húrra fyrir jólaljósum.
Húrra fyrir mandarínum og piparkökum, og fullum poka af jólagjöfum.
Húrra fyrir röð og reglu og húrra fyrir fullt af hreinum sokkum.

Húrra fyrir jólatívolí og hringekkjum
Húrra fyrir Tjekovski og litlum ballet músum.
Húrra fyrir tívolívörðunum, í einkennisbúningunum sínum.

Húrra fyrir hlýjum bókabúðum og jólalagi baggalúts.
Húrra fyrir strætóbílstjórum sem bjóða mann velkominn og segja "vesgú og kom ind i varmen".
Og húrra fyrir pulsugerðarkonunni á Ráðhústorgi sem er búin að skreyta pulsuvagninn sinn með jólakúlum og kertaljósi.

hip hip hip húrraaa!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ballett mýs hvað er nú það?

Nafnlaus sagði...

Ballet mýs eru litlir krakkar í músabúningum ad dansa ballett, ad sjálfsögdu!!

Ásdís sagði...

frábært húrrahróp