Er eitthvað undarlegt við það að hafa alltaf sungið;
"ég ætla'ð kyssa þig undir mistiltein' í kvöld við kertaljósin slökt" ?
Mér finnst þetta allavega mjög lógískt!
mánudagur, desember 26, 2005
föstudagur, desember 23, 2005
Ísland, best í heimi!
Mikið rosalega þurfti ég á þessu að halda. Ég er nú þegar búin að uppfylla stórann hluta af óskalistunum ( bæði matar og hinsegin) og knúsa alla sem ég hitti og á morgun fer ég í vinnuna til að gá hvort að börnin vilja knúsa mig. Sjáiði til sjö knús á dag í þrjá og hálfann mánuð gera 770 knús sem ég hef ekki fengið, svo ég ætla að nota jólafríið til að bæta mér þau upp og til að hamstra fyrir næsta ár.
Þess vegna ætla ég ekki að vera að eyða tímanum hér næstu vikuna en ef ykkur leiðist þá megiði skrifa ykkur á þennann lista:
1. eitthvað handahófskennt um þig
2. hvaða lag minnir mig á þig
3. hvaða kvikmynd/sjónvarpsþáttur minnir mig á þig
4. hvaða bragð minnir mig á þig
5. eitthvað sem hefur bara þýðingu fyrir mig og þig
6. fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. á hvaða dýr minnir þú mig
you know the drill...
(persónulega þá finnst mér fyrsta minningin skemmtilegasti hlutinn, svo það getur verið að ég svari bara því)
Þess vegna ætla ég ekki að vera að eyða tímanum hér næstu vikuna en ef ykkur leiðist þá megiði skrifa ykkur á þennann lista:
1. eitthvað handahófskennt um þig
2. hvaða lag minnir mig á þig
3. hvaða kvikmynd/sjónvarpsþáttur minnir mig á þig
4. hvaða bragð minnir mig á þig
5. eitthvað sem hefur bara þýðingu fyrir mig og þig
6. fyrstu ljósu minninguna mína af þér
7. á hvaða dýr minnir þú mig
you know the drill...
(persónulega þá finnst mér fyrsta minningin skemmtilegasti hlutinn, svo það getur verið að ég svari bara því)
mánudagur, desember 19, 2005
Éééééég, ég er komin heim elsku besti vinur...
Rejoice and be merry!!
Er með gamla númerið, 8995876 (ef þið skylduð vilja bjóða mér í partý eða solis.
ééég, ég er komin heieimm...
Er með gamla númerið, 8995876 (ef þið skylduð vilja bjóða mér í partý eða solis.
ééég, ég er komin heieimm...
sunnudagur, desember 18, 2005
Ok, plan
Fara á fætur og taka til í íbúðinni.
Vaska upp og tæma ísskápinn (ugh)
Hjóla niðrí bæ og redda einni jólagjöf og borða eitthvað gott.
Koma heim, sópa íbúð, takka allt úr sambandi og klára að pakka tösku.
Loka tösku og drösla henni niður stigann.
út í strætó, svo lest, svo flugvél... og svo heim.
vg.
(Veit samt ekki afhverju ég er alltaf að kalla þessa holu mína íbúð.)
Vaska upp og tæma ísskápinn (ugh)
Hjóla niðrí bæ og redda einni jólagjöf og borða eitthvað gott.
Koma heim, sópa íbúð, takka allt úr sambandi og klára að pakka tösku.
Loka tösku og drösla henni niður stigann.
út í strætó, svo lest, svo flugvél... og svo heim.
vg.
(Veit samt ekki afhverju ég er alltaf að kalla þessa holu mína íbúð.)
föstudagur, desember 16, 2005
2 dagar
Í kvöld smakkaði ég krókódíl og kengúru og borðaði sjö mismunandi súkkulaði eftirrétti,drakk barnakokteil, og fékk að tala ensku við englending og það var yndislegt.
Að öðrum og verri fréttum, þá held ég (þó ég þori varla að koma orðum að því) að yndislegi og fallegi, græni ipodinn minn sé dáinn. Það kviknar ekki á honum þegar ég ýti á hann og ekki heldur þegar ég sting honum í samband við tölvuna. Ég er í öngum mínum (so rearly get a chance to use that in a sentance) og veit ekki hvort ég feisa að fara í metroið á morgun á morgun án hans.
Svo er fjarstýringin horfin, og vetlingarnir mínir eru týndir.
fleira var það ekki...tveir dagar...
Að öðrum og verri fréttum, þá held ég (þó ég þori varla að koma orðum að því) að yndislegi og fallegi, græni ipodinn minn sé dáinn. Það kviknar ekki á honum þegar ég ýti á hann og ekki heldur þegar ég sting honum í samband við tölvuna. Ég er í öngum mínum (so rearly get a chance to use that in a sentance) og veit ekki hvort ég feisa að fara í metroið á morgun á morgun án hans.
Svo er fjarstýringin horfin, og vetlingarnir mínir eru týndir.
fleira var það ekki...tveir dagar...
fimmtudagur, desember 15, 2005
Ekk'á morgun, ekki hinn, heldur hinn...
Þessir síðustu dagar hafa verið sönnun á því að tíminn líður (sem ég vissi nú svosum en var nærri hætt að trúa á). Ég er búin að pakka niður glimmerskónum og jólakjólnum, og öllum jólagjöfunum, ásamt öllu hinu sem ég þarf ekki að nota þangað til ég fer og taskan er næstum full.
Reyndar tek ég með mér þrenna spariskó og ein stígvél, en svo ég vitni beint í orð Hillu þegar ég var eithvað að hafa áhyggjur af því að þetta væri of mikið, "það eru jól!" og jólin eru hátíð skónna. Svo þarf ég líka að geta valið á milli háhælaðra og flatbotna ef ökklinn heldur áfram að vera leiðinlegur, so you see, ástæða fyrir öllu.
Annars er svolítið skrítið að vera að fara í frí heim til sín. Til dæmis þegar maður er að pakka, þá þarf maður að passa að vera með allt með sér því það er ekki hægt að skreppa bara heim og sækja það sem gleymdist. Svo þarf ég líka alltaf að vera að minna mig á að Mamma mín á þvottavél, svo ég þarf ekki að vera með endalaust af fötum til skiptana.
Úff nú er ég aftur komin með fiðrildi í magann
Reyndar tek ég með mér þrenna spariskó og ein stígvél, en svo ég vitni beint í orð Hillu þegar ég var eithvað að hafa áhyggjur af því að þetta væri of mikið, "það eru jól!" og jólin eru hátíð skónna. Svo þarf ég líka að geta valið á milli háhælaðra og flatbotna ef ökklinn heldur áfram að vera leiðinlegur, so you see, ástæða fyrir öllu.
Annars er svolítið skrítið að vera að fara í frí heim til sín. Til dæmis þegar maður er að pakka, þá þarf maður að passa að vera með allt með sér því það er ekki hægt að skreppa bara heim og sækja það sem gleymdist. Svo þarf ég líka alltaf að vera að minna mig á að Mamma mín á þvottavél, svo ég þarf ekki að vera með endalaust af fötum til skiptana.
Úff nú er ég aftur komin með fiðrildi í magann
miðvikudagur, desember 14, 2005
þriðjudagur, desember 13, 2005
Sko ég ÞARF ekkert að stjórna...
það er bara svo miklu þægilegra þannig.
æi ég veit nú ekki... mér finnst þetta ekkert passa við mig, SAMT á ég afmæli í dag.
Ég er búin að telja Kristínu á að taka frí frá lærdómnum og slugsast niðrí bæ og kaupa jólagjafir með mér og takmark dagsins er að vera glöð allann daginn og njóta þess að vera ekki að læra, annað er óákveðið...
Your Birthdate: December 13 |
You're dominant and powerful. You always need to be in charge. While others respect your competence, you can be a bit of a dictator. Hard working and serious, you never let yourself down. You are exact and accurate - and you expect others to be the same way. Your strength: You always get the job done Your weakness: You're a perfectionist to a fault Your power color: Gray Your power symbol: Checkmark Your power month: April |
æi ég veit nú ekki... mér finnst þetta ekkert passa við mig, SAMT á ég afmæli í dag.
Ég er búin að telja Kristínu á að taka frí frá lærdómnum og slugsast niðrí bæ og kaupa jólagjafir með mér og takmark dagsins er að vera glöð allann daginn og njóta þess að vera ekki að læra, annað er óákveðið...
laugardagur, desember 10, 2005
Vei
fimmtudagur, desember 08, 2005
Ok
Ég ætlaði ekki að gera þetta.
Persónulega þá finnst mér alltaf leiðinlegt þegar fólk fer að kvarta undan kommentaleysi, og guðirnir vita að ég er ekki manna duglegust, en ég er bara farin að hafa áhyggjur af ykkur...hvar eruði???
Þetta er ekki eðlileg prófa hegðun!!!
Úff....
Ég missteig mig aftur, rétt fyrir utan Christiansborg (stór höll), það var niða myrkur og í nokkrar mínútur hélt ég að ég væri fótbrotin og ég fór næstum því að gráta. En ég er víst bara tognuð, eða það er mín sjúkdómsgreining, allavega þá get ég gengið án þess að meiða mig.
Svo nú ligg ég uppi í rúmi með tvöfaldann hægri ökkla og horfi á Sex and the City maraþon, læt skjalla mig á msn og dunda mér við að gera óskalistann minn interaktívan. Hann er miklu skemmtilegri þannig.
Persónulega þá finnst mér alltaf leiðinlegt þegar fólk fer að kvarta undan kommentaleysi, og guðirnir vita að ég er ekki manna duglegust, en ég er bara farin að hafa áhyggjur af ykkur...hvar eruði???
Þetta er ekki eðlileg prófa hegðun!!!
Úff....
Ég missteig mig aftur, rétt fyrir utan Christiansborg (stór höll), það var niða myrkur og í nokkrar mínútur hélt ég að ég væri fótbrotin og ég fór næstum því að gráta. En ég er víst bara tognuð, eða það er mín sjúkdómsgreining, allavega þá get ég gengið án þess að meiða mig.
Svo nú ligg ég uppi í rúmi með tvöfaldann hægri ökkla og horfi á Sex and the City maraþon, læt skjalla mig á msn og dunda mér við að gera óskalistann minn interaktívan. Hann er miklu skemmtilegri þannig.
miðvikudagur, desember 07, 2005
stuff
Í tilefni af því að ég á afmæli eftir tæpa viku ( þriðjudaginn 13. des kl 22 eitthvað) og því að jólin eru á næsta leiti þá er ég búina að klambra saman lista yfir það sem mig langar í. Þessum lista er helst beint að fjölskyldu minni sem kann að hafa af honum nokkuð gagn, en einnig svo að mínir ástkæru vinir viti nokkurn vegin hvers er ætlast til af þeim um jólin, þ.e.a.s að skemmta mér eins og best þeir mega ( no pressure or anything). Listin var heldur erfiðari í vinnslu þetta árið, miðað við árið í fyrra, og mun væntanlega taka nokkrum breytingum þegar fram líða stundir, því ég er alltaf að kaupa óvart sjálf það sem er á honum.
Þar að auki vil ég benda á að þó að mér finnist ótrúlega gaman að fá pakka, þá verð ég líka alltaf glöð þegar einhver man eftir afmælinu mínu og segir mér frá því.
Ok þá er það frá
Það er helst í fréttum að ég er í próflestri eins og aðrir, því þó svo að mitt próf sé ekki fyrr en 3. jan vil ég vera búin sem mest áður en ég kem heim svo ég hafi tíma til að njóta þess að vera heima og jólast. Sérstaklega þar sem að ég er búin að vera að bíða eftir því að komast heim síðan 29. ágúst, þegar ég lenti á Kastrup ( svona on and of) en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur.
Svo rifnuðu góðu gallabuxurnar úr Gap, sem ég keypti á 5 pund í sumar, svo nú á ég bara einar gallabuxur. Ég var á Nörreport, að fara að hjóla heim og sem ég var að sveifla fótleggnum yfir hjólið fann ég ( og heyrði) hvernig stór rifa myndaðist þvert yfir rassinn á mér, og lá við að önnur skálmin dytti niður fótlegginn á mér.
Þetta kenndi mér að of mikið hjólerí er ekki hollt fyrir gallaefni, því það spænist upp vegna núnings við hnakkinn.
Nýjustu gallabuxurnar eru sem betur fer nokkuð safe í bili því mér tókst, af minni alkunnu snild að snúa mig um ökklann á jafnsléttu í gær og get þess vegna ekkert hjólað.
dúmsí dúms...
ú já ég gekk í HM klúbbinn um daginn og tilboðin svoleiðis hrúgast upp, mjög spennandi. Ég ætti því að geta reddað nýjum gallabuxum fljótlega.
Meira var það nú ekki í bili, annað en að minna á jólakortin, ég set þau í póst á morgun eða hinn, og það eru 3 eftir í pottinum.
Þar að auki vil ég benda á að þó að mér finnist ótrúlega gaman að fá pakka, þá verð ég líka alltaf glöð þegar einhver man eftir afmælinu mínu og segir mér frá því.
Ok þá er það frá
Það er helst í fréttum að ég er í próflestri eins og aðrir, því þó svo að mitt próf sé ekki fyrr en 3. jan vil ég vera búin sem mest áður en ég kem heim svo ég hafi tíma til að njóta þess að vera heima og jólast. Sérstaklega þar sem að ég er búin að vera að bíða eftir því að komast heim síðan 29. ágúst, þegar ég lenti á Kastrup ( svona on and of) en það hefur væntanlega ekki farið fram hjá ykkur.
Svo rifnuðu góðu gallabuxurnar úr Gap, sem ég keypti á 5 pund í sumar, svo nú á ég bara einar gallabuxur. Ég var á Nörreport, að fara að hjóla heim og sem ég var að sveifla fótleggnum yfir hjólið fann ég ( og heyrði) hvernig stór rifa myndaðist þvert yfir rassinn á mér, og lá við að önnur skálmin dytti niður fótlegginn á mér.
Þetta kenndi mér að of mikið hjólerí er ekki hollt fyrir gallaefni, því það spænist upp vegna núnings við hnakkinn.
Nýjustu gallabuxurnar eru sem betur fer nokkuð safe í bili því mér tókst, af minni alkunnu snild að snúa mig um ökklann á jafnsléttu í gær og get þess vegna ekkert hjólað.
dúmsí dúms...
ú já ég gekk í HM klúbbinn um daginn og tilboðin svoleiðis hrúgast upp, mjög spennandi. Ég ætti því að geta reddað nýjum gallabuxum fljótlega.
Meira var það nú ekki í bili, annað en að minna á jólakortin, ég set þau í póst á morgun eða hinn, og það eru 3 eftir í pottinum.
þriðjudagur, desember 06, 2005
Árídandi!!!!
Í gær føndradi ég 10 ansi snotur jólakort, af hverjum ég hef hugsad mér ad senda 3 á hinar ýmsu stofnanir høfudborgarsvædisins. Tad gerir 7 sem ekki eiga øruggann samastad um jólin, sem er synd tví ég lagdi mikla vinnu í ad klippa, líma og semja skemtilegar søgur um hvert teirra.
Nú óska ég eftir skemtilegu fólki sem er til í ad taka tessar elskur ad sér um, hátídarnar. Áhugasamir skilji eftir nafn og heimilisfang hér fyrir nedann og má tá sá hinn sami eiga von á jólakorti frá úgløndum á næstu døgum, sem er alltaf skemtilegt.
Einungis eru 7 í bodi og athugid ad teir sem fá jólapakka (eda fyrirjólapakka) geta tví midur ekki verid med.
kærlig hilsen, Anna (sem nennir ekki ad læra) á hinum konunglega demanti í Kaupmannahøfn
Nú óska ég eftir skemtilegu fólki sem er til í ad taka tessar elskur ad sér um, hátídarnar. Áhugasamir skilji eftir nafn og heimilisfang hér fyrir nedann og má tá sá hinn sami eiga von á jólakorti frá úgløndum á næstu døgum, sem er alltaf skemtilegt.
Einungis eru 7 í bodi og athugid ad teir sem fá jólapakka (eda fyrirjólapakka) geta tví midur ekki verid med.
kærlig hilsen, Anna (sem nennir ekki ad læra) á hinum konunglega demanti í Kaupmannahøfn
sunnudagur, desember 04, 2005
Húrra fyrir þeim sem skreytti jólatré í garðinum mínum, og húrra fyrir jólaljósum.
Húrra fyrir mandarínum og piparkökum, og fullum poka af jólagjöfum.
Húrra fyrir röð og reglu og húrra fyrir fullt af hreinum sokkum.
Húrra fyrir jólatívolí og hringekkjum
Húrra fyrir Tjekovski og litlum ballet músum.
Húrra fyrir tívolívörðunum, í einkennisbúningunum sínum.
Húrra fyrir hlýjum bókabúðum og jólalagi baggalúts.
Húrra fyrir strætóbílstjórum sem bjóða mann velkominn og segja "vesgú og kom ind i varmen".
Og húrra fyrir pulsugerðarkonunni á Ráðhústorgi sem er búin að skreyta pulsuvagninn sinn með jólakúlum og kertaljósi.
hip hip hip húrraaa!!!
Húrra fyrir mandarínum og piparkökum, og fullum poka af jólagjöfum.
Húrra fyrir röð og reglu og húrra fyrir fullt af hreinum sokkum.
Húrra fyrir jólatívolí og hringekkjum
Húrra fyrir Tjekovski og litlum ballet músum.
Húrra fyrir tívolívörðunum, í einkennisbúningunum sínum.
Húrra fyrir hlýjum bókabúðum og jólalagi baggalúts.
Húrra fyrir strætóbílstjórum sem bjóða mann velkominn og segja "vesgú og kom ind i varmen".
Og húrra fyrir pulsugerðarkonunni á Ráðhústorgi sem er búin að skreyta pulsuvagninn sinn með jólakúlum og kertaljósi.
hip hip hip húrraaa!!!
föstudagur, desember 02, 2005
In the presence of royalty
Hver haldiði að hafi mætti í opinbera heimsókn á Demantinn í dag annar en prins Jóakim og fylgdarlið. Hann kom til þess að vera viðstaddur opnun á sýningu um Napoleon og Danmörku og það sem þeim fór á milli fyrir löngu, löngu síðan. Leiðir okkar lágu saman þrisvar, fyrst þegar hann var að koma og ég sat á kaffihúsinu að borða köku (þá labbaði hann framhjá mér) svo þegar ég var að tala í símann og stóð á brúnni yfir kokteilboðinu (þá gekk hann undir mig) og svo urðum við samferða út, þegar við vorum að fara heim ( nema ég fékk ekki að fara út um sömu dyr og hann, þessar með rauða dreglinum, ég þurfti að fara út um hinar).
I think this could be the begining of a beutiful friendship.
.......................
Svo hitti ég líka gamlann mann á Damantinum, svona alvöru, með flóka hatt og í ullarfrakka, eins og mér þykir svo vænt um. Þegar hann komst að því að við værum frá Íslandi þurfti hann alveg óskaplega mikið að fá að vita "om den kæmpe store kirke i Reykjavik nogensinde blev færdig" því það gekk svo illa að byggja hana þegar hann var á Íslandi árið 1967.
Ég fullvissaði hann um að hún væri löngu tilbúin, þó hann hafi átt erfitt með að trúa mér, því hann spurði aftur hvort við værum ekki öruglega að tala um sömu kirkjuna..."i Reykjavik?".
Ég vissi samt ekki hvert hann ætlaði að fara þegar ég þurfti að segja honum að við værum ENN ekki komin með járnbrautakerfi.
Mér fannst einhvernvegin merkilegra að hitta þennan mann heldur en prinsinn.
I think this could be the begining of a beutiful friendship.
.......................
Svo hitti ég líka gamlann mann á Damantinum, svona alvöru, með flóka hatt og í ullarfrakka, eins og mér þykir svo vænt um. Þegar hann komst að því að við værum frá Íslandi þurfti hann alveg óskaplega mikið að fá að vita "om den kæmpe store kirke i Reykjavik nogensinde blev færdig" því það gekk svo illa að byggja hana þegar hann var á Íslandi árið 1967.
Ég fullvissaði hann um að hún væri löngu tilbúin, þó hann hafi átt erfitt með að trúa mér, því hann spurði aftur hvort við værum ekki öruglega að tala um sömu kirkjuna..."i Reykjavik?".
Ég vissi samt ekki hvert hann ætlaði að fara þegar ég þurfti að segja honum að við værum ENN ekki komin með járnbrautakerfi.
Mér fannst einhvernvegin merkilegra að hitta þennan mann heldur en prinsinn.
fimmtudagur, desember 01, 2005
Loksins
Ég sakna þess að hlæja, þá meina ég að hlæja svo mikið að maður er næstum því búinn að æla og nær ekki andanum.
Ég sakna þess að geta bullað í fólki sem ég þekki ekki vel (og líka þeim sem ég þekki) og ég sakna þess að vera innanum fullt, fullt af skemtilegu fólki.
Ég sakna vina minna og fjölskyldu, og ég sakna þess að knúsa köttinn minn og kúra hjá honum á nóttunni.
Ég sakna þess að dansa og syngja í partýum og koma heim snemma um morgun örþreytt og illt í fótunum.
Ég sakna þess að syngja, og ég sakna kórsins míns og laganna sem við sungum, og ég sakna altarinnar og ég er meira að segja farin að sakna Tuma.
Ég sakna bleika bílsins og ísbíltúra.
Ég sakna þess að fá 7 knús á dag og að vera alltaf með hor á öxlunum og mat í hárinu.
Og ég sakna þess að vita að Esjan sé öruglega, pottþétt á bak við skýin.
The officiall countdown has begun:
Ég kem heim eftir 17 daga.
(Loksins loksins má ég byrja að telja)
Ég sakna þess að geta bullað í fólki sem ég þekki ekki vel (og líka þeim sem ég þekki) og ég sakna þess að vera innanum fullt, fullt af skemtilegu fólki.
Ég sakna vina minna og fjölskyldu, og ég sakna þess að knúsa köttinn minn og kúra hjá honum á nóttunni.
Ég sakna þess að dansa og syngja í partýum og koma heim snemma um morgun örþreytt og illt í fótunum.
Ég sakna þess að syngja, og ég sakna kórsins míns og laganna sem við sungum, og ég sakna altarinnar og ég er meira að segja farin að sakna Tuma.
Ég sakna bleika bílsins og ísbíltúra.
Ég sakna þess að fá 7 knús á dag og að vera alltaf með hor á öxlunum og mat í hárinu.
Og ég sakna þess að vita að Esjan sé öruglega, pottþétt á bak við skýin.
The officiall countdown has begun:
Ég kem heim eftir 17 daga.
(Loksins loksins má ég byrja að telja)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)