sunnudagur, júlí 03, 2005
Stundum borgar sig að gera mistök
Ó já. Í lok maí varð mér til dæmis á að gera mistök í vinnuskýrlunni minni og voru þau mistök leiðrétt á föstudaginn, og rúmlega það. Já kæru vinir I am loaded.
Ég ákvað þess vegna að verðlauna sjálfa mig fyrir að hafa verið svona sniðug og gaf mér 10000 til þess að eyða af vild í gær. Takmarkið var að kaupa eyrnalokka sem ég hef verið mæna á vikum saman (sjá mynd), að finna sólgleraugu sem fara mér vel, no mean task I can tell you, helst einhverjar buxur og bol eða peysu.
Nú verð ég að taka það fram að ég er þannig að þegar ég versla vil ég fá mikið (þ.e marga hluti) fyrir peninginn og kaupi þessvegna talsvert ódýrari föt en margur. Þess vegna verður það að teljast til tíðinda að ég hafi, á fimm mínútum eytt öllum tíuþúsundkallinum í EINN jakka!!!
Jakkinn er náttúrulega yndislegur og frábær, hvítur og aðskorinn og hann getur bæði verið ógó töff eða dömulegur allt eftir því hvernig maður klæðist honum. Svo er hann úr Zöru sem gerir hann ennþá frábærari því á duða mínum átti ég von en því að ég passaði í eitthvað þar.
En það sem merkilegra er, er að ég hætti ekki þar. Ó nei ég keypti mér líka skó ( lentum sko á 2 fyrir 1 tilboði þannig að við keyptum sitthvort skóparið og splittuðum kostnaðinum) og sólgleraugu OG bol. Í fyrsta skipti á æfinni keypti ég mér nákvæmlega það sem mig langaði í án þess að pæla í því, það var doldið gaman. En jakkinn mun samt sem áður ganga undir heitinu "Dýri jakkinn" og öll föt sem ég kaupi héðan í frá munu þurfa að passa við hann, en það er allt í lagi því hann er svo flottur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ummm þetta hljómar vel :)
Vei vei til hamingju með nýja jakkann!!
Vel á minnst þá keypti ég mér þrjá boli og eina peysu um dagin í zöru og var jafn hissa og þú að passa í eitthvað í þeirri búð!
Vei vei vei. Til hamingju með kaupin! ;)
gvöð, ég verð að fara að kíkja í Zöru, það er alveg ljóst.
Jey! :)
Ohhh það er svooooooooooo gaman að kaupa
OG þú keyptir líka eyrnalokka miss big spender
ps. manstu eftir töff umræðunni okkara, ógó fittar ekki inn, ekki fittý brauð heldur (personal antidote)
louie, sem er ekki enn farin að nota skóna sína
Skrifa ummæli