Og ekki seinna vænna ef marka má nýjustu fréttir :(
Ferðin var æðisleg. Lundúnarbúar eru nokkuð rólegir miðað við aðstæður, fólk horfir meira í kringum sig en áður og allir virðast bregðast við sírenuvæli sem annars væri ekki tekið eftir. Ég var ekkert stressuð en kipptist þó alltaf við þegar óvæntir hvellir heyrðust eða ef einhver hnerraði í návist minni (undirmeðvitundin sko, merkilegt fyrirbæri).
Við tókum líka þátt í stórmerkilegri uppákomu sem varð síðasta fimmtudag, þegar London stoppaði. Við komum okkur fyrir ofarlega á Oxford Street þar sem er ALLTAF miklil umferð og ALLTAF mikil læti og viðhéldum tveggja mínútna þögn með öllum í London. Ég verð að segja að þetta voru mjög furðulegar mínútur, allir flykktust út á götu og strætóar og leigubílar stöðvuðu umferðina og margir fóru út úr bílunum sínum, þar á meðal múslimi sem stóð úti á götu og bað bænir í hljóði. Einn bíll ætlaði nota tækifærið og komast áfram en var stoppaður af öðrum vegfarendum.
En tökum nú upp léttara hjal. Þrátt fyrir mitt persónulega framtak sem fólst í því að dæla peningum inn í hagkerfið (er ekki alveg viss um hversu miklum, þori ekki að gá) virðist það ekki hafa hjálpað mikið. Þvert á móti hefur pundið lækkað en frekar en hitt,en ég er þó "nokkrum" flíkum ríkari. Ég keypti líka nokkrar Harry Potter bækur á 10 pund og eigendurnir geta vitjað þeirra hér hjá mér.
Reyni svo að setja inn myndir af NÝJU MYNDAVÉLINNI MINNI við tækifæri.
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
velkomin heim!
Hjúkkit að þú ert komin núna
Gott að þú slappst við ósköpin! Mikið væri gaman að vita hvað þú varst að versla;) myndir takk ! :)
kv.Eyglóóóóó.....
Skrifa ummæli