föstudagur, júlí 22, 2005

Of again...

Er að fara í útilegu um helgina, jibííí.
Er tilbúin með tjald, svefnpoka, vindsæng, kodda, hlý föt og köld föt, nesti, regngalla, gúmmískó, sólaráburð, aftersun, sandala, eyrnatappa, augnhlíf og....já man ekki eftir meiru í augnablikinu. Allavega ég er tilbúin nú þarf ég bara að komast á staðinn.
Kem aftur á sunnudaginn, reynið nú að sakna mín ekki of mikið ; )

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ehhhh....hvað er þetta eiginlega löng reisa? varstu í skátunum í denn kannski;) ein við öllu búin:p
kv.Eygló (kann ekkert að kommenta hér..hmm)

Anna sagði...

Sko ég viðurkenni fúslega það þetta var kannski soldið mikið en ég fékk tækifæri til að nota alt sem ég kom með. Nema tjaldið, ég fékk inni annarstaðar.

Ýrr sagði...

Takk fyrir helgina! Ógó gaman mar.