sunnudagur, júlí 10, 2005

Ég er ekki að fila veðrið...

Ekki það að ég sé mikill sólardýrkandi þannig en ég vil gjarnan hafa smá tilbreytingu í veðrinu. Ég verð eirðarlaus þegar veðrið er eins of lengi og það er komið gott af skýum og roki. Svo vil ég líka hafa bjart á sumrin, í gær þegar ég fór í bað gleymdi ég að kveikja ljósin, sem væri ekki frásögu færandi nema af því að ég var að reyna að lesa mér til um brúnkukrem (seeing as how there is no sun!) og ég sá ekki neitt! Ég er sem sagt aungvu nær, og allt er þetta veðrinu að kenna.
What´s a girl to do?

2 ummæli:

Ýrr sagði...

Nú, til dæmis er hægt að skella sér til London og athuga hvort sólin láti ekki sjá sig þar.... ;)

Anna sagði...

Jú jú það er víst sól þar :)
En þetta var nú samt bara óttalegt röfl í mér.