sunnudagur, júlí 18, 2010

Hildur Inga næstum 15 mánaða...

...elskar leikskólann sinn.
...borðar allt ef það er sósa með því.
...stendur á tám, bendir á bumbu og tásur og veit að maður notar bara einn lykil til að opna dyr.
...gerir hreyfingar við "3 litlir apar sátu uppí tré".
...segir bumva (bumba), brrrr (bíll), buvrr (fugl) já /b/ er uppáhalds hljóðið hennar.
...Þykir rennibrautir og rólur stórkostlegar uppfinningar.
...raðar saman og tekur í sundur.
...finnst gaman að æfa sig í að klæða sig í föt.
...kemur með föt og skó ef hún vill fara út.
...borðar sjálf með gafli og skeið.
...er komin með nokkuð flókinn dansstíl.
...flakkar, skoðar og rannsakar.
...finnst gaman að tilla sér á passlega stóla.
...talar dönsku.
...notar tvo putta til að benda á tvo hunda.
...er skó og snuddu fíkill.
...prílar upp á allt, allstaðar.
...leikur með bolta og bíla.
...er glöð og kát og afskaplega skemtileg.

Engin ummæli: