Leikskóla mál Hildar hafa aldeilis snúist á haus síðustu vikur.
Þegar ég hafði nýlokið við að setja inn síðustu færslu barst okkur bréf þess efnis að Hildur Inga hefði fengið pláss á óskaleikskólanum okkar 10 maí. (Sá sem hún var byrjuð á var bara hugsaður sem tímabundið). Við höfðum ekki búist við þessu fyrr en í haust en ákváðum að þyggja plássið þrátt fyrir finnast erfitt að rífa hana burt af hinum staðnum svona nýbyrjaðri.
Hildur hélt þó áfram í aðlögun á gamla staðnum og undi sér þar við leik og að hræða kennarana næstu vikur. Aðlögunin gekk rosalega vel fyrstu vikuna en svo tók Hildur hið klassíska "nei, komon á ég að vera hér á hverjum degi!!!" bakslag og reyndi að gera öllum það ljóst að það væri hún alls ekki til í, stjórnsöm eins og mamma sín sjáiði til. Vika tvö var þess vegna ansi erfið en svo var bara svo gaman að leika við alla krakkana að hún mátti bara alls ekki vera að því að stjórna.
Hildur reyndist hafa fengið príl gen föður síns og gengu því kennararnir á eftir henni með hjartað í buxunum til að grípa barnið þegar hún dytti, sem hún gerði oft. Við heyrðum orð eins og óttalaus og hættuleg en best fannst mér orðið udforskende, sem þýðir "einhver sem kannar, rannsakar og skoðar" mér þykir það eiga vel við hana.
Í dag byrjaði Hildur Inga svo á nýja leiksólanum. Hann heitir Hundredemeterskoven eftir skóginum í ævintýrum Bangsímons og deildarnar heita allar eftir persónum úr bókinni. Hildur er á Tígra deild, sem á vel við því mig minnir að hann hafi verið ansi aktífur sjálfur.
Ég var ansi stressuð fyrir þessari aðlögun (var alveg róleg síðast) því mér fannst við svolítið vera að henda henni út í djúpulaugina, þetta er nefnilega alvöru leikskóli. Þarna eru börn frá eins árs og upp í 6 ára og það er mikill samgangur á milli deildanna, s,s ekki bara bómullarsmábörn eins og á hinum staðnum. Hildur er því bæði minnst og yngst.
Hildur Inga er hinsvegar töffari og rúllaði fyrsta deginum upp. Henni var alveg sama hvort við værum þarna eða ekki, lék sér eins og herforingi og stakk síðan af til að kanna restina af húsinu með stelpna stóð (og einn kennara á eftir sér). Við sjáum til hvernig gengur á morgun, en so far so good.
Mér líður pínu eins og ég sé komin heim á Garðaborg á fallegum sumardegi og er miklu sáttari við þennan stað heldur enn hinn, þó hann hafi ekki endilega verið slæmur. Hér fara börnin út í öllum veðrum og þrátt fyrir að húsið sé stút fullt af börnum sem leika sér í hverjum krók og kima eru allir svo glaðir og uppteknir að lætin verða ekki yfirþyrmandi og andrúmsloftið létt. Svo sýndist mér foreldrarnir voða kátir líka.
mánudagur, maí 10, 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
auðvitað. Ég var alveg búin að gleyma hvað leikskólinn hét.
Sko, ef þú spáir í Bangsimon og sálfræðina á bakvið hann (sem ég gerði oft hérna áður fyrr) þá er Tígri (í dag Tumi Tígur) þessi ofvirki.
Kveðja,
Helga
Það gleður mig alltaf að lesa bloggið þitt Anna mín, en í dag gladdi það mig sérstaklega mikið!
Kristín í Garðaborg
Skrifa ummæli