Hildur Inga hefur fengið viðurnefni á leikskólanum, "den lille bandit"! Henni þykir ákaflega gaman þar og kennararnir eru flestir ef ekki allir ógurlega skotnir í henni. Þess vegna kemst hún kannski upp með meira en er kannski hollt fyrir fyrir litla stúlku.
Það sannaðist í dag, því þegar við kumum að sækja hana í dag var búið að setja hliðið á milli vuggestuen (þar sem litlubörnin eru) og börnehaven (þar sem stóru börnin eru). Þetta hlið er oftast opið því það er mikið frelsi á leikskólanum og börnunum er frjálst að fara á milli deilda á leiktíma. Hildur Inga nýtir sér þetta óspart og er mikið á flakki á daginn, þess vegna er hún þekkt um allt hús.
Í dag skrapp hún yfir á stóru deildina í heimsókn og komst í tússliti. Þegar við sóttum hana var hún öll út krotuð og okkur tjáð að hún hafi verið gerð brottræk af stóru deildinni fyrir skemdarverk. Hún hafði s.s skroppið yfir í heimsókn, komist í tússliti og litað stórt listaverk á gólfið hjá þeim. Þegar kennarinn kom og stoppaði hana af brosti hún bara til hennar og hélt áfram. Í kjölfarið var henni fylgt yfir á vöggustofu álmuna og lokað á milli.
Sagan af Hildi og listaverkinu var fljótlega komin um allt hús og við heyrðum nokkrar útgáfur af henni á leið út. Kennararnir voru þó sammála um að það væri allt of freistandi að geyma tússliti í seilingarfjarlægð fyrir lítil börn. Svo finnst mér líka klaufaskapur að hafa ekki blöð einhverstaðar nálægt, því Hildur leitar nefnilega að blöðum til að teikna á ef hún kemst í liti.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Ohh hún svo mikil dásemd hún nafna mín!
Hilla.
Ohh hún svo mikil dásemd hún nafna mín!
Hilla.
Skrifa ummæli