Jæja jæja, rúmlega einu kílói, slatta af hári og einni flugferð síðar er Hildur flutt til Danmerkur. Hún stóð sig með eindæmum vel í flugvélinni, breiddi út faðminn þegar hún tókst á loft horfði á Simpsons með pabba sínum og hélt gráti í lágmarki. Þetta var afskaplega gott, því sjaldan hafa ferðafélagar hennar átt verra flug.
Við lentum í veseni í innritun sem endaði með því að við urðum allt of sein og vorum kölluð upp í flugið. Þá var ég orðin svo stressuð að ég sat stíf af stressi í fluginu sem var annars tíðindalaust. Svo vorum við með svo mikinn farangur að við þurftum risa bíl til að fara með okkur heim. Þar voru að sjálfsögðu vegaframkvæmdir eins og venjulega svo bíllinn komst ekki inn í götuna þannig að við urðum að ferja farangurinn frá Lergravsparken og heim.
Næstu dagar fóru svo í að koma okkur fyrir í íbúðinni og fara í IKEA. Allar þessar tilfæringar urðu til þess að Hildur varð gjör spillt af eftirlæti, fór að vakna oft á nóttunni og grenja hástöfum ef hún fékk ekki eins og hún vildi. Við fórum því að ala hana upp fyrir alvöru og nú virðist okkur hafa komist fyrir mestu frekjuna.
Hildur er líka búin að læra margt skemmtilegt. Hún er löngu farin að velta sér á magann sem getur valdið ákveðnum vandræðum þegar maður nennir ekki að halda hausnum uppi lengur. Hún er líka farin að hlægja hástöfum þegar einhver leikur við hana og er orðin ótrúlega flink að stinga dóti í munninn.
Lífið á Caprivej er s.s smám samana að rútínerast. Við erum enn að reyna að koma öllu dótinu okkar fyrir og erum endanlega búin að ákveða að skipta á herbergjum, s.s breyta svefnherberginu í stofu og öfugt. Svo skemmtum við okkur við að kaupa mat sem bragð er af og njóta veðurblíðunnar.
Erum búin að taka fult af myndum síðan við komum og það má sjá hluta af þeim með því að smella hér og hér
miðvikudagur, september 02, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Flottar myndir, gaman ad sja hvad Hildur Inga hefur throskast mikid a stuttum tima. Oska ykkur til hamingju ad vera komin "heim" til Danmerkur. Vonast eftir fleiri myndum i framtidinni. Greta
Skrifa ummæli