fimmtudagur, júní 18, 2009
6 vikna
Sex vikur er merkilegur aldur. Þá er maður kominn með pínulítið vit í kollinn og byrjaður að brosa. Sex vikna Hildur er nú þegar búin að fatta að hendurnar eru góðar á bragðið og stingur þeim gjarnan upp í sig ef þær ramba einhverstaðar nálægt munninum. Eins er hún búin að læra að grípa í eyrað á sér á meðan hún drekkur. Hildur veit líka núna að besta leiðin til að fá það sem maður vill strax er að horfa beint á fólk og grenja af innlifun.
Brosa getur hún líka. Hún brosti í fyrsta skipti til mömmu sinnar rúmlega þriggja vikna en tók svo pásu í nokkra daga. Á Hvítasunnudag bar það svo við að hún brosti aftur, móður sinni til svo mikillar gleði að hún hrópaði upp yfir sig og hló og brosti á móti. Þá kom skrítinn svipur á Hildi og varð hún mjög hugsi þangað til að það rann upp fyrir henni að bros væru greinilega af hinu góða og hefur eiginlega ekki hætt að brosa síðan.
Aðrir merkilegir atburðir í lífi Hildar Ingu eru til dæmis fyrsta læknisheimsóknin (tæp 5 kíló og 58cm fyrir þá sem hafa áhuga á slíku), klæðast sparikjólog fara í óteljandi boð, fá nafnið sitt skráð í þjóðskrá og innganga í Íslendingabók.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þvílíka krúttið! Hlakka til að koma og kíkja á ykkur, þegar við komum heim á Klaka, aðeins vika í að við fljúgum heim.
Læt í mér heyra eftir að við komum heim.
Kv. Rannveig
Og svo er hún líka búin að fara í partý...
Já og eitt kokteilboð.
Skrifa ummæli