sunnudagur, september 09, 2007

Lasin!

Við erum búin að vera lasin. Ég síðan áður en við lögðum af stað frá Íslandi en Hákon síðan á fimmtudaginn.
Það er mjög auðvelt að sjá að Hákon er veikur, hann nefnilega þagnar. Hann hvorki talar né syngur og hangir í tölvunni eða sefur á meðan. Þeir sem þekkja hann að þetta er mjög óeðlilegt ástand fyrir þennan mann (nema kannski þetta með tölvuna). Mér þykir þetta afskaplega erfitt enda ekki vön svona hegðun og þessvegna er ég alltaf að böggast í honum þegar hann er veikur. Þú veist, tala við hann, kyssa hann (svo honum batni fyr), taka myndir af honum (því hann er svo sætur svona ræfilslegur), bara svona þessir venjulegu kærustu hlutir.
Það sem böggaði mig samt allra mest var það að í tæpa viku hef ég ekki fundið bragð eða lykt af nokkrum hlut. Í rauninni kom það mér á óvart hversu mikið ég í rauninni nota lyktarskynið. Mér finnst ég t.d ekki vera komin almennilega til Kaupmannahafnar því ég finn ekki lyktina af henni. Þetta er samt að koma núna ég finn alveg gleffsur af lykt eða bragði öðru hvoru. Fyndnast er samt núna þegar þetta er sátt og smátt að koma aftur hvað heilinn er orðinn óvanur því að greina hvaðan lyktin kemur. Á föstudaginn var ég t.d mikið að spá í af hverju þessi góði sápu ilmur kæmi, vitandi það að hér hefur ekkert verið þrifið með sápu svo vikum skipti*, og það var ekki fyr en eftir töluverðan tíma sem ég fattaði að í rauninni var þetta ekki lykt heldur bragðið af hálsbrjóstsykrinum sem ég var að japla á.
En allavega við erum að skríða saman. Hér flæðir allt í notuðum snýtipappír, a.m.k 4 nefspreys brúsar eru í notkun, og ef það væri ekki fyrir einhverja góðhjartaða sál sem splæsti í pakka af extra mjúkum klósettpappír værum við komin með glóandi rauð Rúdolfs nef fyrir löngu. Sem stendur eru þau bara pínu aum af snýtingum og hnerraköstum. Og hafið engar áhyggjur af Hákoni, hann er farinn að tala aftur og er að snar batna, ég veit það vegna þess að hann er búinn að vera að kitla mig í allann dag.*Nú veit ég ekkert hvernig þrifum á Caprivej hefur verið háttað síðustu vikur, svo hér er eingöngu um skáldlegan hentugleik að ræða.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er töluverð fötlun að vanta lyktarskinið. Gott að það er komð aftur.

Nafnlaus sagði...

Elsku Anna mín!!! Vorkenni ykkur ægilega af veikindunum. Þó helst vegna þess að það sé að hluta til okkur hér í Mýrinni að kenna. Vorum náttlega með rennandi hor við Óliver Nói þegar þið komuð í heimsókn. Lágum svo öll í rúminu þá um helgina. En gott er að vita að þið séuð að skríða saman
kveðja og takk kærlega fyrir innlitið :o)
Gunnur og Óliver Nói (sem er ekkert smá töffari í dressinu... koma bráðum inn myndir af strumpnum)

Nafnlaus sagði...

Hæhæ!
hurru. var að spá.. mannstu eftir síðunni sem þú varst að tala um .. hvernig maður á að klæða sig og hvernig ekki..
fannst þetta svo sniðugt og var að segja vinkonu minni frá þessu og hún vildi endilega skoða síðuna.. en ég man ekki hver slóðin er.. hver var hún aftur????...
maður verður að vera rétt klæddur ;)
annars bið ég bara að heilsa.. gott að þið eruð að skríða saman ;)
later
kv
Ína Björg

Nafnlaus sagði...

Gott að heyra að ykkur sé að batna.

Nafnlaus sagði...

Kærlig hilsen,
Fríða

Nafnlaus sagði...

Þú hefur verið klukkuð!!

Kv
Gunnur