Í nótt kom Giljagaur til byggða og í dag er ég 25 ára. En, þar sem jólasveinninn gefur ekki í skóinn í Danmörku og afmælisgjöfin mín er á Íslandi hef ég ákveðið að vera bara 24 aðeins lengur og eiga bara afmæli þegar ég kem heim. Í dag ætla ég að þrífa og ganga frá fyrir heimferð, blasta jólalög Baggalúts, fara í sturtu, kaupa jólagjöf og jú reyndar halda smá afmælis fögnuð með dönum, sem fer þó óðum fækkandi. Ágætis plan held ég bara.
Fyrir þá sem eru forvitnir um að vita hvernig aldurinn hefur farið með mig birti ég hér mynd sem var tekin fyrir tveimur dögum:
ps. eftir meiriháttar verslunarhelgi er ég loksins komin með vísi að almennilegum óskalista, á honum eru meðal annars;
Flott náttföt
Púsl
Svartar ermar
Augnskuggadót
Peysur og bolir
Svartir hælaskór
Dömuveski
Ég hefði greinilega átt að fara fyrr í bæinn.
miðvikudagur, desember 13, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Til hamingju með ammælið!!!!
bryn
takk fyrir :)
Dömuveski!!!!
Það getur ekki farið Þér.
Til hamingju með afmælið.
Pabbi
Til hamingju með daginn elsku Anna Ósk. Mér sýnist aldurinn bara vera að fara vel með þig. Hlakka til að hitta þig um jólin. Kolla og stelpurnar.
Til hamingju með daginn ;)
Hlakka til að fá þig á klakann
Skrifa ummæli