þriðjudagur, september 05, 2006

Datt!!

Í gær þar sem ég stóð í sakleysi mínu við eldhúsgluggann. Sem ég stend þar, minding my own business, með jógúrtflösku í hönd, verður mér það á að reka augun í bletti á skjannahvítri eldhúsinnréttingunni. Eins og góðri húsmóður sæmir halla ég mér örlítið fram til að kanna hvaða aðferð gæti reynst best við þrif á slíkum blettum. Skiptir þá engum togum nema bara það að mottann sem ég stóð á rennur undan fótum mér með þeim afleiðingum að ég dett, beint á rassinn með ópum og köllum og jógúrtin slettist upp um alla veggi.
Núna er mér illt í öxlunum og hálsi og marin á rassinum. Ég fæ mér sko ekki jógúrt aftur í bráð.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æ, aumingjans þú, Anna mín!

Nafnlaus sagði...

Var jógúrtin grísk???

SÖK

Anna sagði...

nauts! tetta var einhverskonar heilsujógúrt

Ýrr sagði...

hahahaha, mér finnst þetta fyndið.

Anna sagði...

Enda hló ég eins og brjálæðingur

Nafnlaus sagði...

Meiri fréttir meiri fréttir