föstudagur, apríl 28, 2006

Morð!

Í gær var framið morð i garðinum mínum, en áður en þið farið að hafa áhyggjur af öryggi mínu þá vil ég taka það fram að fórnarlambið var í þessu tilfelli dúfa og árásarmaðurinn væntanlega köttur eða ránfugl af einhverju tagi. Þetta hefur verið mikil barátta, því þegar ég kom út var stéttin öll þakin hvítum fjöðrum og blóðslettum hér og þar og líkið sjálft lá hauslaust og kviðrist á jörðinni.
"Það er allavega öruggt að þessi drapst ekki úr fuglaflensu" hugsaði ég með sjálfri mér um leið og ég reyndi að troða mér og hjólinu mínu framhjá líkinu án þess að stíga á það.
Þegar ég kom heim í gærkvöldi var búið að henda dúfunni í ruslið, en það eru ennþá fjaðrir út um allann garð.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei nokkud øruggt ad dufan drapst ekki ur fugla flensu tad er satt!!

Annars fagna eg, einni dufu minna i verøldinni!

holyhills sagði...

skerí

Anna sagði...

Þetta var þvílíkt blóðbað.

Ásdís sagði...

mér finnst dúfur vera sætar

Anna sagði...

Mér líka, svona alment, en þessi var ekki sæt.

Nafnlaus sagði...

úff, þú mátt ekki gera manni svona hverft við...það var framið morð fyrir utan hús vinar míns í USA um daginn...allt getur gerst :)