laugardagur, mars 11, 2006

When oh when?

Siðan ég man eftir mér hef ég verið að heyra frá hinum og þessum löndum mínum "hvað er maður að gera á Íslandi þar sem er alltaf skíta veður, frekar að flytja til útlanda þar sem er hlýtt!"

Hér er sex gráðu frost.

Það er búið að vera frost í margar vikur og verður eitthvað áfram og ég er að verða vitlaus. Ég er komin með dauðans leið á fallegu kápunni minni og húfunni. Mig hryllir við hugsunninni um að fara einusinni en í svörtu skóna mína með reimunum.
Hvnær, spyr ég, hvenær get ég farið í brúna flauelis jakkanum mínum í skólann?
Hvenær get ég byrjað að nota hvítu strigaskóna sem ég keypti 100 kr eða grænu sumarskóna úr zöru?
Hvenær get ég farið út að kvöldi til berfætt í appelsínugulu pallíettu skónum og ljósum gallabuxum?
Og hvenær kemur sá tími að ég geti setið úti berleggjuð, í pilsi og glimmerskóm?!

Hvenær!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þetta kemur allt í apríl og mai

Ásdís sagði...

þú hefur greinilega valið þér vitlaust land... þú gætir verið berfætt í glimmerskóm núna ef þú værir í Nýja Sjálandi....

Nafnlaus sagði...

En þegar vorið kemur, þá er það komið til að vera ekki satt?

Nafnlaus sagði...

Segi það nú líka, HVENÆR???????

Nafnlaus sagði...

Kannski á morgun.