föstudagur, mars 31, 2006
Vorið er komið
og grundirnar eflaust farnar að gróa einhverstaðar. Rónarnir eru skriðnir fram úr vetrarbælum sínum og ég er búin að fara tvisvar út í hvítu strigaskónum mínum. Nú er ég með blöðru á hælnum.
Reyndar er rigning og dáldi kalt, en krókusarnir eru farnir að stinga upp kollinum og það er moldarilmur í loftinu. Já já þetta er allt að koma.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Þú ert greinilega ekki á íslandi!!! brrrrr!!! :)
sagðirðu krókus bara af því það er svo yndislega sveitarómantískt orð? eða er þér krókus þjált í munni
Heli
Hér er ekki komið vor
Mér finnast krókusar bæði fallegir og svo er það skemtilegt orð :)
Skrifa ummæli