Ég veit að ég ætlaði að vera dugleg að blogga en mér finnst svo ótrúlega leiðinlegt að skrifa svona "þetta gerði ég í dag" blogg þegar ekkert skemtilegt gerist. Ég er búin að fá fullt af góðum hugmyndum af einhverju skemtilegu en ég kemst svo sjaldan í tölvu að ég gleymi því strax aftur. Þetta ætti samt að lagast núna því við erum ekki lengur að stelast í netið hjá nágrönnunum því mér, ég endurtek, MÉR tókst SJÁLFRI að tengja tölvuna við okkar módem.
Til þess þurfti ég fyrst að fatta hvað málið var og fara svo í þar tilgerða búð til að kaupa SNÚRU til þess að tengja tölvuna og því næst að stilla dótið svo að hún kæmist í samband, af þessu dreg ég þá ályktun að ég sé alls ekkert eins vitlaus og ég lít út fyrir að vera ha ha...
En allavega rest assured að það er allt í góðu hérna megin...erum að fara út úr bænum í rus tur (þetta var danska Helgi) og komum aftur heim á sunnudaginn.
fimmtudagur, september 08, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
rus tur?!
það hljómar eins og surtur!
rus tur já... er það eitthvað svona fyllerís eitthvað?
Ýmyndið ykkur Skálholt, nema það er ekkert sungið ogaðeins betur skipurlagt
ANNA!!!!!!!! Hvað á þetta að þýða!! Á bara að svíkja mann um London????? Iss Piss nú er ég sko alveg hætt við að senda þér jóladagatal eins og ég hugsaði mér. Á ég að trúa því að þú ætlir virkilega að hafa það á samviskunni að ég verði ein ráfandi um stræti London með pokana?? Hver á að passa upp á mig? Og ekki segja Bryndís vegna þess að við verður í eins ástandi. Og við búnar að gera ráð fyrir að troða þér á milli!! En jæja þá góða mín! Við verðum þá bara að reyna að finna einhvern annan til að sjá um bjórröðina fyrir okkur.
kveðja frá Garðó
ps. Allir biðja voða vel að heilsa þér
Skrifa ummæli