mánudagur, september 19, 2005

Þrjár vikur!!! ekki lengra


Shit mér brá þegar ég skoðaði dagatalið, mér finnst ég vera búin að vera hérna í heillt ár.
En allavega.
Hér er allt svo til að falla í ljúfa löð, útilegustemningunni lokið og við farnar að borða venjulegan mat. Ég bý ennþá hjá Kristínu en fer vonandi að komast í eigin herbergi. Við erum hægt og rólega að venjast þeim lúxus sem er að hafa húsgögn og ég er hætt að detta um sófann þegar ég fer inn í stofu á morgnanna, pósta kannski myndum af flottheitunum við tækifæri. Við eru líka að verða búnar að koma okkur upp ágætis rútínu og búnar að finna okkur stað til að læra á.
Sá staður er Svarti demanturinn, konunglega bókasafnið, það dugir ekkert minna. Á Demantinum er hægt að fá rándýrt kaffi og meðlæti og fylgjast með fólki af öllum þjóðernum (þó aðalega bandarískum) sem talar saman um heimsmálin eða stærðfræði og gengur í dýrum merkjafötum.
En það er á kaffistofunni, við aftur á móti munum koma okkur fyrir í nestissalnum hinumegin í húsinu, í gömlu byggingunni. Þar er líka 'læsesal nord' þar sem vil ætlum okkur að læra. Þessi lessalur er byggður í kringum 1913 og ber þess merki. Leðursessurnar á stólunum eru niðurklesstar af öllum þeim rössum sem þar hafa lesið síðustu hundrað árin og þegar dimmir kviknar á eldgömlum, grænum leslömpum yfir hverju borði. Þetta er einsog að læra á þjóðmenningarhúsinu og reglulega verður maður bara að líta upp, horfa í kring um sig og velta fyrir sér hvernig í andskotanum maður lenti þarna.

4 ummæli:

Ásdís sagði...

Þú ert klukkuð !!! kíktu á Kjalvor.blogspot.com

Anna sagði...

úfff...

Ýrr sagði...

ohh, en fallegt

Nafnlaus sagði...

Já, sá svarti rúlar algjörlega!
Mína