mánudagur, september 12, 2005

The backlog

1 Black monday:

Í dag var mér í fyrsta skipti kalt.
Í morgun kom strætó of seint sem olli því að við mættum of seint í skólann.
Í dag fékk ég að vita að herbergið sem mér var boðið fyrir helgi á æðislegu kollegi var leigt einhverjum öðrum... grrrr.

Þess fyrir utan er ég ekki búin að fá pakkann sem pabbi og mamma sendu mér fyrir viku, sem þýðir að ég hef aungvar orðabækur því þær voru allar í pakkanum.
Við erum ekki búnar að fá CPR númerin okkar og þaðan af síður sygesikkerhedskortin okkar, sem þýðir að við getum ekki einusinni leigt okkur fokkings videospólu, hvað þá annað. Við erum í rauninni ekki til...
....................................
2 Bjarta hliðin:

Ég er allveg búin að venjast vindsænginni og finnst núna óþarfa pjatt að sofa í rúmi.
Vesterbro er ótrúlega skemtilegt og spennandi hverfi.
Okkur Kristínu kemur bara ágætlega saman.
Nú er skólinn byrjaður heima sem þýðir að það eru allir hangandi á netinu í tíma og ótíma=fullt af fólki til að spjalla við.
Skype er snildar uppfinning, ég talaði við m+p í 50 mínútur í gær.
Lín ætlar að lána mér fullt af peningum, þess vegna ætla ég að fara í vikunni og kaupa mér haust jakka.
......................................
3 Kór!

Ég sakna þín.
......................................
Tónlist:

Síðan ég kom hingað hef ég hlustað meira á tónlist en síðustu þrjú ár samtals. Ég veit ekki afhverju en þegar ég fór að vera í kór og læra að syngja þá hætti ég að hlusta á tónlist eins og ég gerði áður mikið af. En síðan ég kom hingað (og síðan ég eignaðist ipodinn þá er ég endalaust með eithvað í eyrunum.
Nema bara hvað, þá er ég með dálítið takmarkað magn af tónlist hérna úti og hef kannski ekki alveg verið að pæla í aðstæðunum þegar ég valdi það sem ég tók með mér. Tökum sem dæmi;

Íslensk ástarljóð-Fín tónlist, góðir textar, skemmtilegir flytjendur... en kannski ekki málið þegar maður er aleinn* og einmanna í útlöndum.
Nýdönsk- Æðisleg tónlist en Björn Jörundur er bara svo hræðilega óhamingjusöm týpa að það er ekkert skrítið að maður smitist, sérstaklega þegar maður er aleinn* í útlöndum og á hvergi heima.
Jón Múli - Ástarljóð og aftur ástarljóð.
Geirfuglarnir - Þessi eiginlega reddar málunum því þó að hér sé líka um að ræða ástarsöngva eru þeir svo þræl skemtilegir að maður nær ekki að verða leiður...svo leynast inn á milli gullmolar eins og "Baráttusöngur stjórnleysingjanna" (prófaði um daginnn að labba strikið með það í eyrunum og ég komst grínlaust helmingi hraðar yfir)

*Þegar ég segi alein þá meina ég það ekki bókstaflega, en þið skiljið hvert ég er að fara...þetta er ekki hollt.

Mig vantar meira, helst eithvað fyndið og skemtilegt eins og Baggalútsdiskinn sem ég ætlaði að kaupa í fríhöfninni en var þá ekki til.
Ég þarf líka nauðsynlega að komast inn á tónlist.is en þeir virka ekki fyrir machintosh (sem eru bara fordómar og ekkert annað!)
.....................................
Which leads me neatly to point nr...

4. Tölvan mín.

Við eru orðnar mjög nánar, mjög mjög. Í sjónvarpsleysinu er ég búin að kynnast henni allveg upp á nýtt og ég á ekki orð yfir því hvað hún er klár, en þó svo sæt. Og hljómgæðin eru stórkostleg ég er að heyra lög sem ég hélt að ég nauða þekkti allveg uppá nýtt.
.....................................


Jæja þetta var (held ég) tæmandi listi yfir það sem ég hef verið að pæla í síðustu dagar. Svo stefni ég á að gera þetta oftar á næstu dögum svo þið getið láttið ykkur hlakka til að heyra meira um búðakonuna á horninu, aðdáanda okkar á kebabstaðnum í næstu götu og litla bróður hans. Auk þess nákvæmum lýsingum á hobbitum og jólasveinum, skólanum mínum og því sem ég hræðist mest...

untill next time

X

5 ummæli:

Ýrr sagði...

Aldeilis skemmtilegt. Eftir þessa færslu þína komst ég að eftirfarandi:

1. Mig langar til Danmerkur (útlanda)
2. Kórinn minn er bestur.
3. Mig langar í kebab
4. Ég nenni ekki að læra.

Eygló sagði...

Ég þori nú varla að segja þér það en þú gætir nú bætt við einum stórum punkti í neikvæðnis upptalninguna þína. Mikki refur okkar tíma er búinn að kveðja :(

Anna sagði...

Ég raula rauna kvæði um ref einn sem hér nýr...

It´s the end of an era.
.........

Ýrr koddu, kassi af bjór kostar 800 kall (ísl)

Nafnlaus sagði...

Ég kem tótallí með í heimsókn til Danaveldis, þekki þar 3 fallegar yngismeyjar að nema (ein þeirra er obvíöslí þú Anna) og mig langar í gott Kebab líka (hef bara smakkað eitt einu sinni í Póllandi og það var sterkt) og mig langar að geta keypt bjórkippu sem er undir þúsudkalli! ...Í græðgi vild´ann gleypa hin góðu skógardýr

Nafnlaus sagði...

Mig langar til Kaupmannahafnar og stefni að því á þessari önn, annaðhvort mjög stutta heimsókn á leið til Póllands eða nokkuð langa og þá bara til Kaupmannahafnar!!!

Af því að lín ætlar að lána þér fullt af peningun þá mæli ég með að þú kaupir bæði haustjakkan og farir svo í Fona (stórabúðin á strikinu er að gera góða hluti!) og kaupir þér nokkra geisladiska en þar er mjög oft hægt að fá mikið af góðri tónlist á lítin pening!!

Já kórinn er bestur!