"Du tilbydes hermed en studieplads på Københavns Universitet"
Shit!
Ég er að flytja.
föstudagur, júlí 29, 2005
mánudagur, júlí 25, 2005
Oh lífið getur verið svo erfitt
Það er svo erfitt að hanga í útilegu með vinum sínum í glampandi sól og blíðu. Að sama skapi er ótrúlega erfitt að djamma alla nóttina við söng og gleði og hamingju og borða humar í fyrirmorgunmat og fá knús á leiðinni á klósettið og pizzu á leiðinni til baka og svo er náttúrulega allveg djöfullegt að þurfa að hlægja eins og vitleysingur af misgáfulegum bröndurum.
En best að byrja á byrjuninni.
Litli brúnn er ferðafélag Háskólakórsins og fer hann í útilegu einu sinni á ári. Við förum alltaf í Þrastalund þar sem Forsetalunur er tekin frá fyrir með þar til gerðu skilti (Svo er hún Kristín að sjálfsögðu líka frátekin eins og hér má sjá). Helgin líður við bjórdrykkju og sólböð og þegar ég mætti á staðinn var sú iðja þegar komin vel á veg, bjórdrykkjan það er að segja.
Eins og hér sést...
og hér.
Svo syngjum við líka...
og spilum á hljóðfæri.
Svo lætur maður renna af sér í sólinni...
og á sig aftur.
Þess á milli skemmta menn sér við hin ýmsu störf:
Ýrr fléttar hár
Margir lásu Harry Potter (og þótti hún greinilega mis spennandi ;)
Og Ásdís fór að spá
Ég var mjög sátt við mína, því í minni framtíð liggur ríkur eiginmaður og sundlaug, sem mér þykir mjög skemmtileg blanda.
Svo þurfti náttúrulega að borða líka.
Á meðan sumir borðuðu misspennandi útilegumat...
fóru aðrir fínni leiðina.
Siggi mætti í fötum í stíl við matinn sinn
Og Harpa borðaði náttúrulega af prinsessudiskum
Svo er auðvitað nauðsynlegt að fá sér smá snarl fyrir svefnin, hér er Kristín að grilla handa mér humar og Hannes að grilla pulsur.
Að lokum er svo nokkrar staðreyndir.
Jú ég var á staðnum,
Og Fríða líka,
Maður þarf að vera hreinn þegar maður fer í fótanudd
En það er greinilega vel þess virði
Eldur er heitur
Og gúmmískórnir mínir voru víst notaðir.
"taka of mikið með sér" hnuss!
föstudagur, júlí 22, 2005
Of again...
Er að fara í útilegu um helgina, jibííí.
Er tilbúin með tjald, svefnpoka, vindsæng, kodda, hlý föt og köld föt, nesti, regngalla, gúmmískó, sólaráburð, aftersun, sandala, eyrnatappa, augnhlíf og....já man ekki eftir meiru í augnablikinu. Allavega ég er tilbúin nú þarf ég bara að komast á staðinn.
Kem aftur á sunnudaginn, reynið nú að sakna mín ekki of mikið ; )
Er tilbúin með tjald, svefnpoka, vindsæng, kodda, hlý föt og köld föt, nesti, regngalla, gúmmískó, sólaráburð, aftersun, sandala, eyrnatappa, augnhlíf og....já man ekki eftir meiru í augnablikinu. Allavega ég er tilbúin nú þarf ég bara að komast á staðinn.
Kem aftur á sunnudaginn, reynið nú að sakna mín ekki of mikið ; )
fimmtudagur, júlí 21, 2005
Ég er komin heim!!!!
Og ekki seinna vænna ef marka má nýjustu fréttir :(
Ferðin var æðisleg. Lundúnarbúar eru nokkuð rólegir miðað við aðstæður, fólk horfir meira í kringum sig en áður og allir virðast bregðast við sírenuvæli sem annars væri ekki tekið eftir. Ég var ekkert stressuð en kipptist þó alltaf við þegar óvæntir hvellir heyrðust eða ef einhver hnerraði í návist minni (undirmeðvitundin sko, merkilegt fyrirbæri).
Við tókum líka þátt í stórmerkilegri uppákomu sem varð síðasta fimmtudag, þegar London stoppaði. Við komum okkur fyrir ofarlega á Oxford Street þar sem er ALLTAF miklil umferð og ALLTAF mikil læti og viðhéldum tveggja mínútna þögn með öllum í London. Ég verð að segja að þetta voru mjög furðulegar mínútur, allir flykktust út á götu og strætóar og leigubílar stöðvuðu umferðina og margir fóru út úr bílunum sínum, þar á meðal múslimi sem stóð úti á götu og bað bænir í hljóði. Einn bíll ætlaði nota tækifærið og komast áfram en var stoppaður af öðrum vegfarendum.
En tökum nú upp léttara hjal. Þrátt fyrir mitt persónulega framtak sem fólst í því að dæla peningum inn í hagkerfið (er ekki alveg viss um hversu miklum, þori ekki að gá) virðist það ekki hafa hjálpað mikið. Þvert á móti hefur pundið lækkað en frekar en hitt,en ég er þó "nokkrum" flíkum ríkari. Ég keypti líka nokkrar Harry Potter bækur á 10 pund og eigendurnir geta vitjað þeirra hér hjá mér.
Reyni svo að setja inn myndir af NÝJU MYNDAVÉLINNI MINNI við tækifæri.
Ferðin var æðisleg. Lundúnarbúar eru nokkuð rólegir miðað við aðstæður, fólk horfir meira í kringum sig en áður og allir virðast bregðast við sírenuvæli sem annars væri ekki tekið eftir. Ég var ekkert stressuð en kipptist þó alltaf við þegar óvæntir hvellir heyrðust eða ef einhver hnerraði í návist minni (undirmeðvitundin sko, merkilegt fyrirbæri).
Við tókum líka þátt í stórmerkilegri uppákomu sem varð síðasta fimmtudag, þegar London stoppaði. Við komum okkur fyrir ofarlega á Oxford Street þar sem er ALLTAF miklil umferð og ALLTAF mikil læti og viðhéldum tveggja mínútna þögn með öllum í London. Ég verð að segja að þetta voru mjög furðulegar mínútur, allir flykktust út á götu og strætóar og leigubílar stöðvuðu umferðina og margir fóru út úr bílunum sínum, þar á meðal múslimi sem stóð úti á götu og bað bænir í hljóði. Einn bíll ætlaði nota tækifærið og komast áfram en var stoppaður af öðrum vegfarendum.
En tökum nú upp léttara hjal. Þrátt fyrir mitt persónulega framtak sem fólst í því að dæla peningum inn í hagkerfið (er ekki alveg viss um hversu miklum, þori ekki að gá) virðist það ekki hafa hjálpað mikið. Þvert á móti hefur pundið lækkað en frekar en hitt,en ég er þó "nokkrum" flíkum ríkari. Ég keypti líka nokkrar Harry Potter bækur á 10 pund og eigendurnir geta vitjað þeirra hér hjá mér.
Reyni svo að setja inn myndir af NÝJU MYNDAVÉLINNI MINNI við tækifæri.
miðvikudagur, júlí 13, 2005
sunnudagur, júlí 10, 2005
Ég er ekki að fila veðrið...
Ekki það að ég sé mikill sólardýrkandi þannig en ég vil gjarnan hafa smá tilbreytingu í veðrinu. Ég verð eirðarlaus þegar veðrið er eins of lengi og það er komið gott af skýum og roki. Svo vil ég líka hafa bjart á sumrin, í gær þegar ég fór í bað gleymdi ég að kveikja ljósin, sem væri ekki frásögu færandi nema af því að ég var að reyna að lesa mér til um brúnkukrem (seeing as how there is no sun!) og ég sá ekki neitt! Ég er sem sagt aungvu nær, og allt er þetta veðrinu að kenna.
What´s a girl to do?
What´s a girl to do?
fimmtudagur, júlí 07, 2005
sunnudagur, júlí 03, 2005
Stundum borgar sig að gera mistök
Ó já. Í lok maí varð mér til dæmis á að gera mistök í vinnuskýrlunni minni og voru þau mistök leiðrétt á föstudaginn, og rúmlega það. Já kæru vinir I am loaded.
Ég ákvað þess vegna að verðlauna sjálfa mig fyrir að hafa verið svona sniðug og gaf mér 10000 til þess að eyða af vild í gær. Takmarkið var að kaupa eyrnalokka sem ég hef verið mæna á vikum saman (sjá mynd), að finna sólgleraugu sem fara mér vel, no mean task I can tell you, helst einhverjar buxur og bol eða peysu.
Nú verð ég að taka það fram að ég er þannig að þegar ég versla vil ég fá mikið (þ.e marga hluti) fyrir peninginn og kaupi þessvegna talsvert ódýrari föt en margur. Þess vegna verður það að teljast til tíðinda að ég hafi, á fimm mínútum eytt öllum tíuþúsundkallinum í EINN jakka!!!
Jakkinn er náttúrulega yndislegur og frábær, hvítur og aðskorinn og hann getur bæði verið ógó töff eða dömulegur allt eftir því hvernig maður klæðist honum. Svo er hann úr Zöru sem gerir hann ennþá frábærari því á duða mínum átti ég von en því að ég passaði í eitthvað þar.
En það sem merkilegra er, er að ég hætti ekki þar. Ó nei ég keypti mér líka skó ( lentum sko á 2 fyrir 1 tilboði þannig að við keyptum sitthvort skóparið og splittuðum kostnaðinum) og sólgleraugu OG bol. Í fyrsta skipti á æfinni keypti ég mér nákvæmlega það sem mig langaði í án þess að pæla í því, það var doldið gaman. En jakkinn mun samt sem áður ganga undir heitinu "Dýri jakkinn" og öll föt sem ég kaupi héðan í frá munu þurfa að passa við hann, en það er allt í lagi því hann er svo flottur.
föstudagur, júlí 01, 2005
Back in the land of the living
Já eftir að hafa setið og horft á módemið mitt í rúma viku er netið mitt er komið í lag!
Það er búið að liggja niðri síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og ég hef bara verið hálf manneskja án þess. Reyndar hef ég líka komið ýmsu í verk in the meantime. Ég er búin að setja upp tvær hillur og einn snaga, spasla og slípa þrjár hurðir og langt komin með að lakka þær. Á sama tíma er ég buin að missa af miklu sem farið hefur fram online og gat þar af leiðandi ekki gert sem ég annars ætlaði að gera, auk þess að vera peningalaus vegna þess að ég komst ekki inn í einkabankann minn.
En allt bendir nú til betri tíma, og þó að ég treysti því ekki að þetta vari við ( þ.e ég býst við því að allt hrynji á hverri stundu) ætla ég að njóta þess á meðan ég get, ég hef saknað ykkar.
Það er búið að liggja niðri síðan á miðvikudaginn í síðustu viku og ég hef bara verið hálf manneskja án þess. Reyndar hef ég líka komið ýmsu í verk in the meantime. Ég er búin að setja upp tvær hillur og einn snaga, spasla og slípa þrjár hurðir og langt komin með að lakka þær. Á sama tíma er ég buin að missa af miklu sem farið hefur fram online og gat þar af leiðandi ekki gert sem ég annars ætlaði að gera, auk þess að vera peningalaus vegna þess að ég komst ekki inn í einkabankann minn.
En allt bendir nú til betri tíma, og þó að ég treysti því ekki að þetta vari við ( þ.e ég býst við því að allt hrynji á hverri stundu) ætla ég að njóta þess á meðan ég get, ég hef saknað ykkar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)