sunnudagur, júní 19, 2005

Ladies!

Ég er að æfa mig í því að vera dama. Það gengur neblega ekki að vera á dömuhjóli með körfu, sem heitir líka Lady, og vera sjálfur eins og fuglahræða. Þess vegna haf ég gert viðeigandi ráðstafanir til þess að vera dömuleg dags daglega; ég er byrjuð að maka mig út í hinum ýmsustu kremum, set á mig ilmvatn áður en ég fer út úr húsi og er búin að kaupa eithvað svona dót til þass að lakka neglurnar með til þess að þær verði sterkari og þoli leikskólavinnu og þar að auki litað naglalakk til þess að sorgarrendurnar (sem eru óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að leika sér í sandkassanum) sjáist ekki.
Starting tomorrow ætla ég að hafa hárbursta maskara og gloss í vinnunni og samhliða því ætla ég að reyna að vera meðvitaðri um að halda fötunum mínum hreinum.
Þessi prósess allur virðist reyndar vera dulitið dýrari en ég gerði ráð fyrir. Þessu komst ég að áðan þegar ég stóð og beið í Lyfju og prófaði brúnkukrem, gloss, púður og ilmvötn. Þess vegna er ég að reyna að halda lista yfir allt sem mig vantar og vantar ekki og ætla mér að kaupa þessháttar dömulegar vörur í London.

Var ég búin að segja ykkur að ég væri að fara til London? Nei? ÉG ER AÐ FARA TIL LONDON 13-20 JÚLI!!! *

Ég hyggst snúa til baka ný manneskja, sæt og fín og dömuleg sem aldrei fyrr, sem er að sjálfsögðu mitt og okkar kvennanna hæsta og jafnvel eina takmark í lífinu.

Gleðilegan 19. júní.


*( Glöggir lesendur hafa eflaust tekið eftir því að dvöl mín í ríki bretadrottningar mun eiga sér stað um það leiti sem nýjasta Harry Potter bókin kemur út. Þeir sem vilja spara sér nokkrar krónur með því að láta mig kaupa bókina í heimalandi höfundar fyrir sig geta lagt inn panntanir hér að neðan)

föstudagur, júní 17, 2005

17. Júní

Ég rakst á aldeilis skemtilegan link á vedur.is á meðan ég var að horfa á forsætisráðherra sem heitir "Er alltaf rigning á 17. júní". Þar kemur fram að á síðustu 23. árum (my lifetime) hefur rignt nákvæmlega 5 sinnum á 17. júní. Ég er reyndar ekki allveg sammála þessu því þegar ég fæ mér canyfloss ( sem gerist á hverju ári, nema í fyrra því þá var ég veik) þá fer undantekningarlaust að rigna.
Ég læt þetta þó ekki á mig fá og stefni ótrauð niðrí bæ á eftir til þess að fá mér Bæjarins og candíflos, og labba mig eins og einn hring í kring um tjörnina. Ef það fer að rigna þá vitiði hverjum það er að kenna.

þriðjudagur, júní 14, 2005

mánudagur, júní 13, 2005

Shitt hvað ég þarf að fara að blogga meira...

Það er allt og margt skrítið og skemtilegt að gerast í heilanum mínum sem þið eruð að missa af!
En fyrst þarf ég að klára þetta bréf og svo ætla ég að skrifa póst sem mun bera yfirskriftina "Why o why er allt svona ljótt" og mun fjalla um árangurslausa leit mína að einlitri yfirbreiðslu á straubrettið mitt.

laugardagur, júní 11, 2005

All mine...


Dömuhjól með körfu
Originally uploaded by mér.

Orð geta ekki líst gleðinni sem fylgir því að líða um götur bæjarinns á þessum fagra fák, himneskt.Svo var það líka á svo góðu verði og það fylgdi hjálmur með og allt. Ég er hrikalega ósexí með hjálminn en það væri ég líka hauslaus, so there. Ég fattaði neblega að ég er ekki allveg með hjólatakatana á hreinu lengur, sérstaklega er fótbremsan að vefjast fyrir mér.
En ég gerði líka fleiri góð kaup, ég keypti vindsæng í RL búðinni (alas bara einbreiða), bol í Söru, peysu í Hagkaup og vinnuvettlinga og blómaskóflu í Húsasmiðjunni.Ó já þetta sumar verður tekið með stæl, næst á dagskrá er að kaupa sumarjakka og ný sólgleraugu sem hylja þreytt, ómáluð augu og draga athyglina frá ógreiddu hárinu.

miðvikudagur, júní 08, 2005

Æi dísz

Ég sem hélt að ég gæti loksins slökkt á heilanum mínum yfir sumarið.

"Du har ikke i din ansøgning vedlagt den omtalte motiverede ansøgning"

Úbs, ég þarf semsagt að skrifa eina A4 síðu um mig eða hvað er svona frábært við mig og hversvegna á ég skilið að komast inn í KU. Til þessa hef ég átta daga.

Any ideas?

föstudagur, júní 03, 2005

miðvikudagur, júní 01, 2005

Afþví að ég elska góða textasmíð

...og afþví að ég er orðin heilaþvegin af leikskóla vinnu.

Grýlukvæði
Lag og ljóð: Hrekkjusvín

Nú er hún Grýla dauð.
Hún gafst upp á að róla sér á róluvöllunum.
Það vildi enginn gefa henni brauð
og hún fékk engan frið fyrir öskuköllunum.

Sem tæma allar öskutunnur
svo tómur er Grýlumunnur
sem tæma allar öskutunnur
svo Grýla fær ekki neitt.

Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust
af öllum kröftum hærra en nokkur annar má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á
þá sleppti hún taki og flaug um loftin blá.

Grýla hún lenti upp í Esju
og núna er hún bara til í barnabókunum.
Líka í leiðurum blaða
til að hræða fólk frá hærri og meiri kaupkröfum.

Grýla gamla er steindauð
og Leppalúði líka.
Krakkar og öskukallar
ráku þau á braut.

Á endanum hún tók til bragðs að róla endalaust
af öllum kröftum hærra en nokkur annar má.
Og þegar hún var komin ofsa ofsa hraða á
þá sleppti hún taki og flaug um loftin blá.