miðvikudagur, apríl 14, 2010

Aðlögun dagur 3

Hildur Inga heldur áfram að brillera á leikskólanum í gær fórum við frá henni í tæpan klukkutíma og það var ekkert mál og í dag skildi ég hana eftir kl 9 og svo var hún sótt kl 11. Á þeim tíma hafði hún tekið þátt í söngstund, borðað ávexti, málað eitt málverk og borðað vel af grjónagraut alveg sjálf. Hún var voða glöð að sjá pabba sinn en var samt ekkert að tapa kúlinu neitt þegar hann kom.
Kennararnir eru voða hrifnir af Hildúú og hefur hún strax fengið sína fyrstu umögn: örugg, sjálfstæð og forvitin. Á morgun ætlar Hildur að leggja sig með hinum börnunum og við erum spennt að sjá hvort hún heldur áfram að vera á spariskónum hvað svefnin varðar því hún á það til að vera hundleiðinleg með svoleiðis hérna heima.

Framhald á morgun.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að það gangi svona vel. Enda algjört æði þessi stelpa, algjör krúttbomba.

Kveðja frá frænkunum í Eyjabakkanum

Unknown sagði...

Elsku stelpan :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælisskvísuna. Værum svo til í að fagna með ykkur en verðum bara að vera með ykkur í anda. Höldum bara aukaveislu í júlí.

Kveðja,
Helga, Katrín Anna og Hrefna María.