fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Mikill er máttur internetsins

Ég hef komist að því ég þarf ekki lengur á læknum að halda til að greina mína kvilla. Ég fer bara á netið og gúgla einkennin og skömmu síðar er ég komin með sjúkdómsgreiningu. Um daginn greindi ég t.d sjálfa mig með þetta hér.
Í dag greindi ég svo sjálfa mig með þetta hér. Mig grunnti þetta nú svo sem fyrir, þetta er búið að vera að ganga síðustu mánuði og þar að auki þarf mikið til þess að parkera mér svona permanently fyrir framan klósettið eins og ég hef verið síðastann hálfan sólahring.
Ég hef sagt frá því áður að ég gubbi einungis u.þ.b einu sinni á fimm ára fresti (alla vega síðustu ár, en nú hefur mér tekist að margfalda þá tölu með þremur síðan í gærkveldi. Og því ligg ég hér búin að drekka meira magn af kóki í einu en ég hef gert í fimm ár og þori ekki út úr herberginu okkar, því það stendur í leiðbeiningunum að sjúklingur skuli halda sig við eitt herbergi á meðan pestin gengur yfir. Missi því líklegast af matnum í Perlunni sem mér var boðið í á morgun og deitinu við saumakonuna sem ég átti á milli fimm og sex.
Verst þykir mér þó allt fólkið (+ öll börnin) sem ég kann að hafa smitað og biðst ég innilegrar afsökunar á því.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

æ æ aumingja þú. hver er meðgöngutíminn á smiti?

Anna sagði...

12 - 24 tímar

Nafnlaus sagði...

haha ... það var eins gott að ég hafði ekki rænu á því að hringja í þig og hittast! :) Velkomin heim annars :)
Annars vona ég að þetta gangi fljótt yfir hjá þér og þú komist sem fyrst til saumakonunnar :)

Nafnlaus sagði...

já anna mín, flensan er komin. mikið er gott að þú hafir ekki greint þig með þennan sjúkdóm, því hann er stórhættulegur http://serendip.brynmawr.edu/biology/b103/f01/web3/aryani.html

;-)

Nafnlaus sagði...

Elsku Anna mín!!! Heillastjarnan er eitthvað að gleyma þér þessa dagana! Ég hugsaði til þín meðan ég kjamsaði á góðgætinu á yfirsnúningi í Perlunni.... en..veistu hvað.... var að taka til í bókum niðrí geymslu...fann Harry Potter bók sem þú átt!!!!!
Sjáumst vonandi á morgun
kv
Gunnur