Við Hákon erum búin að vera á leiðinni að sjá Mr. Skallagrímsson síðan í fyrra sumar og aldrei fundið tíma til þess. Nema hvað um daginn fréttum við að sýningin ætti að koma til Kaupmannahafnar í smá tíma og því fórum við á stúfana og redduðum okkur miðum.
Við erum bæði mjög spennt og glöð með það en enþá glaðari urðum við þegar við sáum verðið á miðunum (Þá sérstaklega danska nirfilshjartað mitt).
Miðinn kostar nefnilega bara 100dkr stykkið! Sem þýðir að fyrir to miða + sendingakostnað erum við að borga minna en andvirði eins miða á sömu sýningu á Íslandi. Þar að auki þarf maður að keyra í Borgarnes til að sjá sýninguna og þar við bætist bæði bensínkostnaður (ca. 2500,veit samt voða lítið um það) og í göngin 1800kr (fram og til baka alveg viss um þessa tölu). Samtals myndi þessi leikhúsferð kosta 10.100 ísl kr.
Hér þurfum við bara að hjóla niður á Kristjánshöfn, sem tekur tíu mín. Svo getum við líka farið út að borða fyrir sýningu og fengið okkur ís á eftir og samt átt afgang!
fimmtudagur, september 27, 2007
sunnudagur, september 23, 2007
New stuff
Var að dunda mér við að búa tl nýja myndasíðu sem má nálgast hér til hægri. Sem sjá má er hún læst og til þess að fá lykilorðið þarf bara að senda mér email á anos33@homail.com.
Bara svona ef einhver hefur áhuga.
Annars er lítið í fréttum. Um daginn fórum við Hákon í keppni um hvort gæti þolað lengur að láta hitt halda fyrir nefið á sér, ég vann.
Já og svo keyptum við okkur písk í gær, hann er rauður.
Bara svona ef einhver hefur áhuga.
Annars er lítið í fréttum. Um daginn fórum við Hákon í keppni um hvort gæti þolað lengur að láta hitt halda fyrir nefið á sér, ég vann.
Já og svo keyptum við okkur písk í gær, hann er rauður.
þriðjudagur, september 18, 2007
Mis merkilegar staðreyndir um mig.
(Ég var s.s klukkuð)
1. Ég á nýtt hjól: Gamla hjólið mitt var endalaust bilað svo ég gafst upp í gær og keypti mér nýtt, það er hvítt.
2. Mér þykja kastaníutré æðisleg: uppgvötvaði þetta í fyrra, í Lergravsparken er eitt risa stórt sem ég labba oft framhjá og á haustin er jörðin í kring um það þakin kastanúhnetum og þegar maður gengur á þeim fær maður ókeypis fótanudd.
3. Ég borða ekki gúmmí nammi svo ég kaupi mér aldrei bland í poka.
4. Síðan við Hákon byrjuðum saman hef ég lært að borða fleira en síðustu tíu árin.
5. Það stefnir allt í að öll eldhústæki/áhöld sem ég mun eignast verði rauð.
6. Mér finnst ógeðslegt að vera kámug eða blaut á höndunum: Vaska aldrei upp án gúmmíhanska og ég hef keypt gúmmíhanska inn á heimili sem ég hef þurft að vaska upp á ef þeir hafa ekki verið til.
7. Ég þvæ mér alltaf um hendurnar með köldu vatni (nema þegar ég elda): Ekkert prinsip mál í rauninni, skrúfa bara alltaf frá kalda vatninu en verð alltaf jafn glöð þegar vatnið er volgt/heitt.
8. Mér finnst gaman að raða hlutum og sortera: Get og hef eytt mörgum kvöldum fyrir framan sjónvarpið við að sortera í skúffur, hillur og skápa.
Ég ætla ekki að klukka neinn en ef einhver vill segja mér eitthvað skrítið um sig, bendi ég á kommentakerfið hér fyrir neðan.
1. Ég á nýtt hjól: Gamla hjólið mitt var endalaust bilað svo ég gafst upp í gær og keypti mér nýtt, það er hvítt.
2. Mér þykja kastaníutré æðisleg: uppgvötvaði þetta í fyrra, í Lergravsparken er eitt risa stórt sem ég labba oft framhjá og á haustin er jörðin í kring um það þakin kastanúhnetum og þegar maður gengur á þeim fær maður ókeypis fótanudd.
3. Ég borða ekki gúmmí nammi svo ég kaupi mér aldrei bland í poka.
4. Síðan við Hákon byrjuðum saman hef ég lært að borða fleira en síðustu tíu árin.
5. Það stefnir allt í að öll eldhústæki/áhöld sem ég mun eignast verði rauð.
6. Mér finnst ógeðslegt að vera kámug eða blaut á höndunum: Vaska aldrei upp án gúmmíhanska og ég hef keypt gúmmíhanska inn á heimili sem ég hef þurft að vaska upp á ef þeir hafa ekki verið til.
7. Ég þvæ mér alltaf um hendurnar með köldu vatni (nema þegar ég elda): Ekkert prinsip mál í rauninni, skrúfa bara alltaf frá kalda vatninu en verð alltaf jafn glöð þegar vatnið er volgt/heitt.
8. Mér finnst gaman að raða hlutum og sortera: Get og hef eytt mörgum kvöldum fyrir framan sjónvarpið við að sortera í skúffur, hillur og skápa.
Ég ætla ekki að klukka neinn en ef einhver vill segja mér eitthvað skrítið um sig, bendi ég á kommentakerfið hér fyrir neðan.
laugardagur, september 15, 2007
sunnudagur, september 09, 2007
Lasin!
Við erum búin að vera lasin. Ég síðan áður en við lögðum af stað frá Íslandi en Hákon síðan á fimmtudaginn.
Það er mjög auðvelt að sjá að Hákon er veikur, hann nefnilega þagnar. Hann hvorki talar né syngur og hangir í tölvunni eða sefur á meðan. Þeir sem þekkja hann að þetta er mjög óeðlilegt ástand fyrir þennan mann (nema kannski þetta með tölvuna). Mér þykir þetta afskaplega erfitt enda ekki vön svona hegðun og þessvegna er ég alltaf að böggast í honum þegar hann er veikur. Þú veist, tala við hann, kyssa hann (svo honum batni fyr), taka myndir af honum (því hann er svo sætur svona ræfilslegur), bara svona þessir venjulegu kærustu hlutir.
Það sem böggaði mig samt allra mest var það að í tæpa viku hef ég ekki fundið bragð eða lykt af nokkrum hlut. Í rauninni kom það mér á óvart hversu mikið ég í rauninni nota lyktarskynið. Mér finnst ég t.d ekki vera komin almennilega til Kaupmannahafnar því ég finn ekki lyktina af henni. Þetta er samt að koma núna ég finn alveg gleffsur af lykt eða bragði öðru hvoru. Fyndnast er samt núna þegar þetta er sátt og smátt að koma aftur hvað heilinn er orðinn óvanur því að greina hvaðan lyktin kemur. Á föstudaginn var ég t.d mikið að spá í af hverju þessi góði sápu ilmur kæmi, vitandi það að hér hefur ekkert verið þrifið með sápu svo vikum skipti*, og það var ekki fyr en eftir töluverðan tíma sem ég fattaði að í rauninni var þetta ekki lykt heldur bragðið af hálsbrjóstsykrinum sem ég var að japla á.
En allavega við erum að skríða saman. Hér flæðir allt í notuðum snýtipappír, a.m.k 4 nefspreys brúsar eru í notkun, og ef það væri ekki fyrir einhverja góðhjartaða sál sem splæsti í pakka af extra mjúkum klósettpappír værum við komin með glóandi rauð Rúdolfs nef fyrir löngu. Sem stendur eru þau bara pínu aum af snýtingum og hnerraköstum. Og hafið engar áhyggjur af Hákoni, hann er farinn að tala aftur og er að snar batna, ég veit það vegna þess að hann er búinn að vera að kitla mig í allann dag.
*Nú veit ég ekkert hvernig þrifum á Caprivej hefur verið háttað síðustu vikur, svo hér er eingöngu um skáldlegan hentugleik að ræða.
Það er mjög auðvelt að sjá að Hákon er veikur, hann nefnilega þagnar. Hann hvorki talar né syngur og hangir í tölvunni eða sefur á meðan. Þeir sem þekkja hann að þetta er mjög óeðlilegt ástand fyrir þennan mann (nema kannski þetta með tölvuna). Mér þykir þetta afskaplega erfitt enda ekki vön svona hegðun og þessvegna er ég alltaf að böggast í honum þegar hann er veikur. Þú veist, tala við hann, kyssa hann (svo honum batni fyr), taka myndir af honum (því hann er svo sætur svona ræfilslegur), bara svona þessir venjulegu kærustu hlutir.
Það sem böggaði mig samt allra mest var það að í tæpa viku hef ég ekki fundið bragð eða lykt af nokkrum hlut. Í rauninni kom það mér á óvart hversu mikið ég í rauninni nota lyktarskynið. Mér finnst ég t.d ekki vera komin almennilega til Kaupmannahafnar því ég finn ekki lyktina af henni. Þetta er samt að koma núna ég finn alveg gleffsur af lykt eða bragði öðru hvoru. Fyndnast er samt núna þegar þetta er sátt og smátt að koma aftur hvað heilinn er orðinn óvanur því að greina hvaðan lyktin kemur. Á föstudaginn var ég t.d mikið að spá í af hverju þessi góði sápu ilmur kæmi, vitandi það að hér hefur ekkert verið þrifið með sápu svo vikum skipti*, og það var ekki fyr en eftir töluverðan tíma sem ég fattaði að í rauninni var þetta ekki lykt heldur bragðið af hálsbrjóstsykrinum sem ég var að japla á.
En allavega við erum að skríða saman. Hér flæðir allt í notuðum snýtipappír, a.m.k 4 nefspreys brúsar eru í notkun, og ef það væri ekki fyrir einhverja góðhjartaða sál sem splæsti í pakka af extra mjúkum klósettpappír værum við komin með glóandi rauð Rúdolfs nef fyrir löngu. Sem stendur eru þau bara pínu aum af snýtingum og hnerraköstum. Og hafið engar áhyggjur af Hákoni, hann er farinn að tala aftur og er að snar batna, ég veit það vegna þess að hann er búinn að vera að kitla mig í allann dag.
*Nú veit ég ekkert hvernig þrifum á Caprivej hefur verið háttað síðustu vikur, svo hér er eingöngu um skáldlegan hentugleik að ræða.
þriðjudagur, september 04, 2007
Það hefur einhver sofið í rúminu mínu...
Nú hef ég öðlast skilning á viðbrögðum bjarnanna í Gullbrá og björnunum þremur. Því þó að það sé heilmikið gagn af því að hafa gesti í íbúðinni á sumrin þegar við erum ekki heima, þá er óneitanlega margt sem hefur færst úr stað síðan við vorum hérna síasrt. Svo ekki sé minnst á allt nýja dótið sem ég hef ekkert geta leikið með(þ.e nýji ísskápurinn, hillurnar og snagarnir. Svo er líka búið að rífa niður einn vegg og húsið hinu megin við götuna virðist vera búið að fá eldingavara á þakið.
Annars er sumarið búið að vera sirka svona hjá mér.
Enjoy
Ég er farin að taka til.
Annars er sumarið búið að vera sirka svona hjá mér.
Enjoy
Ég er farin að taka til.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)