Vitiði hvers vegna dönskum fjölmiðlum þykir spennandi að það skyldi fæðast stúlka inn í konungsfjölskylduna í fyrsta sinn í 60 ár?
Vegna þess að það verður svo gaman að fylgjast með því í hvernig föt hún verður klædd í!!!
arg ekki minnist ég þess að það hafi nokkur tímann verið minnst á klæðarburð bróður hennar. Reyndar minnir mig að það hafi allir verið svo fegnir að hann var strákur svo það þyrfti ekki að breyta lögunum um arfgengi til krúnunnar. Það á barasta að sparka í svona fólk!
Mikið vona ég að krakkinn verði týpann sem er alltaf með drengja koll og neitar að klæðast pilsum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
15 ummæli:
nohh... þögnin bara rofin fyrir feminískar yfirlýsingar... újé...
Annars verður gaman að sjá litluna í öllum kjólunum sem verða hannaðir á hana :Þ
Snjósa
ég er allavegana mjög fegin að ég er ekki konungborin... hversu ömurlegt heldurðu að það sé að það sé fylgst með manni hvert fótmál alla ævi án þess að maður hafi nokkurn minnsta áhuga á því...
ég er að minnsta kosti fegin að þegar fólk talar um litlu prinsessuna þá er það satt, ekki eitthvað ógeðis barnalands jukk sem heldur að bara af því að það gat skotið út einu stykki megi kalla það prinsa og prinsessur
oh hvað ég er sammála þér
Já en ég sem er ekki mjög vitur um dönsku koungsfjölskydluna, en ég hélt satt best að segja að lögin í Dmörkinni væru þannig að elsta barn erfði krúnuna sama hvers kyns væri. Margrét erfði krúnuna eftir föður sinn ekki satt?
Annars er ég mest spennt að vita hvað stúlkan heitir, það er svo yndilegt hvað konungborið fólk heitir mörgum nöfnum! Ég spái því að hún verði nefnd amk Margrét!
Nix
Lögin eru þannig að dóttir getur bara erft föður sinn ef hún á enga bræður. Þessu var breytt 50ogeitthvað svo að Margrét gæti orðið drottning annars hefði næsti karlkyns ættingi erft krúnuna.
Sem sagt nýja stelpan er núna nr 3 í erfðar röðinni en ef hún eignast yngri bróður hoppar hann fram fyrir hana í röðinni og verður nr 3 en hún nr 4.
Áður en Kristján litli (sem er strax farinn að berja systur sína btw) var verið að tala um að breyta lögunum svo að fyrsta barn myndi erfa krúnuna hvors kyns sem það væri. það myndi krefjast stjórnarskrárbreytingar, sem er hellings mál og svo voru margir sem töldu að það væri ekki á konu leggjandi að verða drottning nema í neyð.
þessvegna urðu allir svo fegnir að hann var strákur svo það þyrfti ekki pæla í þessu næstu 40 árin.
Guð minn góður, ekki á konu leggjandi að verða drottning í neyð.... dúdda mía....
Iss.. það má alveg kalla börn prinsa og prinsessur. Ég kalla nú sjálfa mig það stundum á afmælisdaginn! hohooo...
Annars dauðvorkenni ég grey konu prinsins (hvað sem þau nú heita) að þurfa að gifta sig í kjól sem tengdó valdi og þurfa svo að skíra einka dótturina í höfuðið á henni :/
Snjósa
Þetta var nú helvíti flottur kjóll.
Fórum við/þú/ég á Þrek og tár?
Ég er með æði fyrir disknum sem var gefinn út í kjölfarið - vona að maður hafi farið á leikritið í denn! Edda Heiðrún, Egill Ólafs og fleiri góðir :)
neibb við sáum það í sjónvarpinu, reyndar saman.
Er stelpan nr 3 í erfðaröðinni? Á hún ekki tvo stóra frændur og svo einn stóran bróður? Eða er ég eitthvað að ruglast...
Hey Þrek og tár var æðislegt leikrit! Ég á það enn á videospólu heima, það var sko ekki lítið horft á það í denn!
Hun er numer thrjú á eftir Pabba sínum og bródur. Frændurnir eru ordnir númer fimm og sex thví pabbi theirra er nú,er fjøgur.
S.s eftir thví sem krónprinsinn eignast fleiri børn, theim mun aftar lenda bródir hans og hanns afkomendur í rødinni.
Má ég fá ad sjá Threk og tár hjá thér Hilla. Mín upptaka týndist fyrir løngu.
Ohhh má ég vera með að horfa á Þrek og tár....pabbi vill tangó, mamma vill tangó...
Skrifa ummæli