miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Tilkynning

Í tilefni af því að ég fór að skoða GaujaogKristínarbarn í gær og þótti hún yndislega sæt og mjúk, hef ég nú í fyrsta skipti afmarkað stað fyrir börn á blogginu mínu og fær hún þar fyrsta sæti. Í þessum lista mun svo fjölga eftir því sem líður á árið og öll þessi börn sem vinir mínir ætla að eignast fæðast.

.......................

Í öðrum fréttum af mér ber það helst að Hákon borðaði morgunmatinn minn.

7 ummæli:

Ásdís sagði...

æ og var hún ekki rosa sæt

Nafnlaus sagði...

Trikkið í þessum morgunmats-málum er að borða eitthvað sem honum finnst vont. Hafragrauturinn minn fær alltaf að vera í friði :D
Snjósa

Hakon sagði...

hmmm.....mér datt bara ekki í hug að pizzan sem lá borðinu síðan gær væri morgunmaturinn

Svo held ég að ég borði allt sem Anna borðar!

Anna sagði...

Hvernig gastu ekki séd thad ad thetta yrdi morgunmatur?! Mér thótti thad allveg augljóst!

Og já Hákon bordar allt sem, ég borda, meira ad segja stundum á medan ég er ad borda thad.

Nafnlaus sagði...

Hmmm... en ef þú segist vera búin að sleikja það? Borðar hann það þá?
Ef það virkar ekki þá er allat gott að nota ..,,þetta datt í gólfið áðan"...
Snjósa

Nafnlaus sagði...

en hvað.. Átti Hákon bara að svelta?? Ég hef áhyggjur af þessu - ég verðaðsegja það

heli

Anna sagði...

Það var sko bara til fullt af mat sem honum finnst góður.

Og fyrirbyggjandi aðgerðir skiptu engu í þessu máli því hann át pizzuna á meðan ég svaf.