Hér á Caprivej erum við nýkomin með heimasíma. Við erum nú svosem bæði með gemsa en það ku vera ódýrast að hringja úr heimasíma í heimasíma, svo við fengum okkur svoleiðis. Nema bara hvað að það er eiginlega aldrei hringt í hann og í þau fáu skipti sem það gerist verðum við svo hissa að það tekur okkur smá stund að átta okkur á því að síminn sé í raun og veru að hringja. Svo tekur náttúrulega við leitin að sjálfum símanum því við munum aldrei hvar við vorum með hann síðast fyrir tveimur vikum.
Allavega, ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er þessi; ef svo vill til að þið skylduð hringja leyfið þá símanum að hringja í smástund ef við svörum ekki strax,ekki gefast upp,við erum bara að leita að símanum og við svörum fljótlega.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ímyndið ykkur bara atriðið í Elling, þegar síminn hringdi í fyrsta skipti
en ef maður hefur ekki séð elling?
En væri ekki ráð ísvona kringumstæðum að hafa bara símann alltaf á ákveðnum stað, kannski á hillunni í stofunni!
Þú verður að sjá Elling. Koddu bara í heimsókn, við eigum hana:)
Ensímin á allveg sinn stað, hann er bara einhvernvegin aldrei þar þegar hann hringir.
Já og hillan er ekki lengur í stofunni.
Það er greinlegt að ég verð að fara koma í heimsókn!!!
Skrifa ummæli