fimmtudagur, febrúar 22, 2007

Bloggið sem villtist

Hér kemur blogg sem var skrifað í gær en fór óvart á vitlausan stað.

The curse of the broken stuff
Vitiði mér líst bara ekkert á 2007. Ég fór með tölvuna til læknis fyrir helgi og í dag fékk ég formlegt bréf sem tjáði mér að það væri ekkert hægt að gera. Hún er s.s ekki biluð heldur ónýt! Og þar sem ég skrifa ekki Ba ritgerð tölvulaus, þá verð ég bara að gjöra svo vel að kaupa mér nýja.

Svo eru náttúrulega veggirnir eins og þeir eru, hjólið ennþá beyglað og í dag datt sjónvarpskapallinn út vegna óveðurs. Einmitt þegar ég er heima með hálsbólgu.


.........................................

Síðan í gær er sjónvarpið komið í lag og ég er ennþá veik. Fleira er ekki í fréttum.

4 ummæli:

Lára sagði...

Nei, veistu - þetta er glatað ár.

Ásdís sagði...

Engar áhyggjur.. bráðum kemur mars

Ég er búinn að vera veikur allan febrúar en treysti á mars!

kv Helgih

Erna María sagði...

fannstu líka vera með frekar skrítið blogg/tilkynningu á gleðikórsblogginu :)

Anna sagði...

já þetta kemur ekki allveg gleðinni við.