laugardagur, ágúst 26, 2006

What I did this summer

Í sumar er ég búinn að vinna og sofa, fá kvef, púsla eitt púsl og lesa nokkrar bækur. Ég fór líka ég í viku sumarfrí með Hákoni í sumarbústaðnum okkar (þ.e heima hjá pabba og mömmu og knúsaði köttinn minn) og svaðilför í Þórsmörk. Svo fór ég fjórum sinnum á tónleika og einusinni í brúðkaup og halda afmæli. Við erum líka búin að bjóða fólki í mat og vera boðin í mat og fara út að borða.

Það sem ég er ekki búinn að gera nóg af er að hitta vini mína meira eða ömmur mínar, borða pönnukökur og fara í berjamó.

Nú er vika í það að ég fari aftur til Danmerkur og á þessari viku þarf ég að pakka niður, flytja út af Langholtsveginum, fara í klippingu og á tónleika, borða pönnukökur, skúffuköku, lax, og skyr, hætta í vinnunni og kveðja alla.

Ef þið viljið hitta mig þá má hringja, annars kam ég aftur um miðjan október í frí, svo það verður hægt að hitta mig þá.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

veistu að það er varla kominn tími á berjamó, þannig að þú getur ekki skammast yfir því

Anna sagði...

Sýnir bara hvað ég hef farið oft í berjamá ;)

Nafnlaus sagði...

dem, ertu að fara!!

heli

Nafnlaus sagði...

Ohh mig langar í berjamó! Kannski ég skelli mér núna í september! Læt þig vita svo þú getir verið með í anda.

Annars reddast pönnukökurnar og súkkulaði kakan í kvöld!